Sara Björk: Stelpurnar eru strax byrjaðar að peppa hvora aðra fyrir morgundaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 19:00 Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar tvö heyrði Arnar Björnsson í Tómasi Þór Þórðarsyni, fréttamanni 365 á EM í Hollandi. Arnar fékk þá að vita það hvernig hljóðið var í landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni og stelpunum hans í dag? „Það er svona upp og ofan. Hópurinn reynir allur að bera höfuðið hátt en svekkelsið að vera á heimleið eftir síðasta leik tekur á,“ sagði Tómas Þór en hann fór á blaðamannafund íslenska liðsins í dag. Stelpurnar æfðu í Kastalanum í Rotterdam í dag sem er heimavöllur Spörtu en áður en að honum kom sat Freyr blaðamannafund með Söru Björk og EM-nýliðanum Ingibjörgu Sigurðardóttur. Freyr var fyrst spurður út í ástandið á hópnum fyrir lokaleikinn. „Eins og við sáum með Sif Atladóttur þá kláraði hún allar orkubirgðar líkamans á síðustu andartökum leiksins og fékk einnig högg á lærið. Sjúkrateymið er búið að vinna kraftaverk síðustu daga. Alir leikmenn eru leikfærir. Svo er bara spurning hversu mikið er eftir af orku í vöðunum og þá hefur andlegt ástand mikið að segja,“ sagði Freyr Alexandersson. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir viðurkenndi að síðustu dagar hafa verið erfiðir en markmiðið er skýrt fyrir leikinn annað kvöld. „Dagurinn eftir var erfiðastur þegar að maður áttaði sig á því að maður var að fara heim eftir mót. Við settum okkur háleit markmið en raunhæf finnst mér. Þetta er búið að vera erfitt en við viljum enda þetta mót á sigri og við stelpurnar erum strax byrjaðar að peppa hvora aðra. Það er komin meiri gleði og við byrjum byrjaðar að styðja meira við hvora aðra. Við ætlum okkur að vera tilbúnar á morgun og ætlum að vinna,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir. EM-nýliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hefur vakið mikla athygli en byrji hún á morgun verður hún búin að spila fleiri leiki á stórmóti en vináttulandsleiki. Hún hefur nýtt dvölina á EM til að læra af okkar bestu fótboltakonum. „Þær eru margar í atvinnumennsku og það gefur mér ákveðna innsýn inn í hvernig þær æfa. Síðan hef ég lært mikið um mína stöðu, hafsentinn. Sif hefur hjálpað mér ótrúlega mikið og Glódís líka og Anna Björk og allar þær. Það er ótrúlega margt sem ég hef lært og þetta var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli og það hefur verið ákveðin áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir. Stelpurnar kveðja EM annað kvöld sama hvernig fer. Fyrirliðinn átti lokaorðið á fundinum og minnti stelpurnar sínar á að njóta sín í núinu. „Að vera á stórmóti er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi og maður á bara að njóta þess. Það eru gríðarleg forréttindi að taka þátt í svona stórmóti og því eigum við bara að njóta síðustu dagana,“ sagði Sara Björk. Upptöku frá blaðamannafundinum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira