Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Hér á landi hafa verið um 600 sprautufíklar síðustu ár. Vísir/Anton Brink Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30