Freyr: Liðið höndlaði vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júlí 2017 21:37 Freyr Alexandersson þakkar fyrir stuðninginn eftir leik. Vísir/Getty Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. „Þetta var mjög vont og óþægilegt frá fyrstu mínútu. Við löguðum hlutina í hálfleik. Það kom ekkert á óvart í þessum leik, ekki nokkur einasti hlutur. Við reyndum bara að fá fólk til að slaka aðeins á og spila boltanum. Það lagaðist í svona 20-25 mínútur. Það er erfitt að spila við þær. Þegar þær komust á okkar helming héldu þær okkur þar í langan tíma og eru svo stórhættulegar í teignum,“ sagði Freyr í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Að sögn Freys höndluðu leikmenn íslenska liðsins vonbrigðin eftir tapið fyrir Sviss á laugardaginn illa. „Þetta var mjög erfitt og ég vissi að ef við myndum lenda undir í þessum leik yrði þetta mjög erfitt. Liðið höndlaði vonbrigðin vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa, hvað andlega þáttinn varðar,“ sagði Freyr en var of mikil pressa á íslenska liðinu að vinna leikinn í kvöld? „Nei, það held ég ekki. Ég held að það skipti ekki nokkru máli. Það var eitthvað sem fór úr sambandi við pressuna. Þær eru búnar að vera í fótbolta síðan þær voru litlar stúlkur og það er alltaf sama krafan, hvort sem þú ert að spila á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum eða EM. Þú ferð í leikinn til að vinna. Aðal krafan var að skila fínni frammistöðu og það var svekkjandi að þær gátu ekki gert það,“ sagði Freyr. Taflan lítur ekki vel út fyrir íslenska liðið. Það tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM, skoraði aðeins eitt mark og fékk á sig sex. Liggur það þá ekki ljóst fyrir Ísland er með lélegasta liðið í riðlinum? „Ég veit það ekki. Taflan lýgur ekki. Þetta er hraðmót og stemmningin er fljót að koma og fara. Það er samt margt sem þarf að laga og eitthvað sem tekur tíma að laga; grunnfærnin, sendingar, móttökur. Mér finnst það áhyggjuefni. Þeir hlutir klikkuðu hérna í dag. Lélegasta liðið í riðlinum? Ég veit það ekki. Það er svo ógeðslega stutt á milli. Við hefðum alveg eins getað verið með 3-4 stig fyrir þennan leik, eins og Austurríki. Svo vorum við ekki í lagi andlega í þessum leik, það er klárt mál. Þetta var ekkert eðlilega lélegt framan af,“ sagði Freyr sem sá óveðursskýin hrannast upp í gær. „Ég fann það í gær. Æfingin í gær var sú lélegasta sem ég hef séð. Ég fann að liðið var ekki að höndla þetta. Við gerðum allt til að hjálpa þeim og halda utan um þær. Ég get alveg lofað þér því.“ Freyr viðurkennir að hafa ekki verið búinn undir þá stöðu að Ísland væri úr leik eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlakeppninni. „Eitt af því sem ég læri af þessu móti er að sem þjálfari hugsar þú um stöður sem geta komið upp. Ein af þeim var þessi, að vera úr leik eftir tvo leiki. Ég var ekkert búinn að undirbúa mig undir það. Auðvitað vissi ég að það gæti gerst en að liðið færi svona langt niður, svona hratt, óraði mig ekki fyrir. Ég verð að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Freyr að lokum. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frakkland fer áfram eftir jafntefli gegn Sviss Frakkland og Sviss skildu jöfn 1-1, í hinum leik kvöldsins í C-riðli á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 20:45 Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var afar ósáttur með frammistöðuna í 0-3 tapinu fyrir Austurríki í kvöld. Þetta var síðasti leikur Íslands á EM en liðið tapaði öllum þremur leikjum sínum á mótinu. „Þetta var mjög vont og óþægilegt frá fyrstu mínútu. Við löguðum hlutina í hálfleik. Það kom ekkert á óvart í þessum leik, ekki nokkur einasti hlutur. Við reyndum bara að fá fólk til að slaka aðeins á og spila boltanum. Það lagaðist í svona 20-25 mínútur. Það er erfitt að spila við þær. Þegar þær komust á okkar helming héldu þær okkur þar í langan tíma og eru svo stórhættulegar í teignum,“ sagði Freyr í samtali við Tómas Þór Þórðarson eftir leik. Að sögn Freys höndluðu leikmenn íslenska liðsins vonbrigðin eftir tapið fyrir Sviss á laugardaginn illa. „Þetta var mjög erfitt og ég vissi að ef við myndum lenda undir í þessum leik yrði þetta mjög erfitt. Liðið höndlaði vonbrigðin vonbrigðin eftir laugardaginn mjög illa, hvað andlega þáttinn varðar,“ sagði Freyr en var of mikil pressa á íslenska liðinu að vinna leikinn í kvöld? „Nei, það held ég ekki. Ég held að það skipti ekki nokkru máli. Það var eitthvað sem fór úr sambandi við pressuna. Þær eru búnar að vera í fótbolta síðan þær voru litlar stúlkur og það er alltaf sama krafan, hvort sem þú ert að spila á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum eða EM. Þú ferð í leikinn til að vinna. Aðal krafan var að skila fínni frammistöðu og það var svekkjandi að þær gátu ekki gert það,“ sagði Freyr. Taflan lítur ekki vel út fyrir íslenska liðið. Það tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM, skoraði aðeins eitt mark og fékk á sig sex. Liggur það þá ekki ljóst fyrir Ísland er með lélegasta liðið í riðlinum? „Ég veit það ekki. Taflan lýgur ekki. Þetta er hraðmót og stemmningin er fljót að koma og fara. Það er samt margt sem þarf að laga og eitthvað sem tekur tíma að laga; grunnfærnin, sendingar, móttökur. Mér finnst það áhyggjuefni. Þeir hlutir klikkuðu hérna í dag. Lélegasta liðið í riðlinum? Ég veit það ekki. Það er svo ógeðslega stutt á milli. Við hefðum alveg eins getað verið með 3-4 stig fyrir þennan leik, eins og Austurríki. Svo vorum við ekki í lagi andlega í þessum leik, það er klárt mál. Þetta var ekkert eðlilega lélegt framan af,“ sagði Freyr sem sá óveðursskýin hrannast upp í gær. „Ég fann það í gær. Æfingin í gær var sú lélegasta sem ég hef séð. Ég fann að liðið var ekki að höndla þetta. Við gerðum allt til að hjálpa þeim og halda utan um þær. Ég get alveg lofað þér því.“ Freyr viðurkennir að hafa ekki verið búinn undir þá stöðu að Ísland væri úr leik eftir fyrstu tvær umferðirnar í riðlakeppninni. „Eitt af því sem ég læri af þessu móti er að sem þjálfari hugsar þú um stöður sem geta komið upp. Ein af þeim var þessi, að vera úr leik eftir tvo leiki. Ég var ekkert búinn að undirbúa mig undir það. Auðvitað vissi ég að það gæti gerst en að liðið færi svona langt niður, svona hratt, óraði mig ekki fyrir. Ég verð að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Freyr að lokum.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Frakkland fer áfram eftir jafntefli gegn Sviss Frakkland og Sviss skildu jöfn 1-1, í hinum leik kvöldsins í C-riðli á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 20:45 Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25 Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47 Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16 Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05 Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Leik lokið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Sjá meira
Frakkland fer áfram eftir jafntefli gegn Sviss Frakkland og Sviss skildu jöfn 1-1, í hinum leik kvöldsins í C-riðli á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 20:45
Harpa: Erfiðasti leikur sem við höfum spilað saman sem lið Harpa Þorsteinsdóttir var svekkt með 3-0 tapið gegn Austurríki í kvöld. Þrátt fyrir erfitt mót er hún sátt við margt sem Ísland gerði á mótinu. 26. júlí 2017 21:25
Einkunnir íslensku stelpnanna: Okkar stelpur nokkrum skrefum á eftir í kvöld Íslenska kvennalandsliðið tapaði í kvöld þriðja leiknum sínum í röð á Evrópumótinu í Hollandi og koma því stigalausar heim af EM 2017. Ísland tapaði 3-0 á móti Austurríki í lokaleiknum í Rotterdam en hafði áður tapað á móti Frakklandi og Sviss. 26. júlí 2017 20:47
Sjálfa íslensku stelpnanna fyrir leik vekur athygli Íslensku stelpurnar eru að spila þessa stundina við Austurríki en þetta er síðasti leikur íslenska liðsins á Evrópumótinu í Hollandi. 26. júlí 2017 19:16
Freyr: Stundum eins og við séum að kreista vatn úr steini Ísland steinlá fyrir Austurríki í þriðja og síðasta leik sínum á EM í Hollandi. 26. júlí 2017 21:05
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 0-3 | Austurrískt rothögg í Rotterdam Ísland fékk skell í síðasta leik sínum á EM í Hollandi. Austurríki vann öruggan 0-3 sigur. 26. júlí 2017 20:30