Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands, segir ákvörðun Trumps ekki koma sérstaklega á óvart miðað við stefnu hans. Mynd/Villiljós Visual Art „Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
„Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52