Væri löngu farin út ef atvinnumennskan væri fjölskylduvænni Kolbeinn Tumi Daðason í Rotterdam skrifar 27. júlí 2017 11:15 Harpa vonsvikin eftir tapið gegn Austurríki í Rotterdam í gærkvöldi. Vísir/Getty Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir var jafnsvekkt og aðrir leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í gærkvöldi eftir 3-0 tap gegn Austurríki. Harpa byrjaði leikinn sem segja má að hafi markað lokahnykkinn á endurkomu hennar eftir barnsburð í lok febrúar. Harpa, sem var markahæsti leikmaður undankeppni EM 2017, segir að sér hafi liðið vel á vellinum og ekki fundist neitt vanta upp á formið eða hraðann. „Það sem mig vantar á móti er að ég er ekki búin að spila þessa æfingaleiki,“ segir Harpa og telur upp æfingaleikina í janúar, Algarve mótið árlega, æfingaleikina í apríl og aftur í júní. „Auðvitað telur þetta. Ég hefði auðvitað verið betur í stakk búin hefði ég tekið þátt í þessu öllu.“Ýmir Jóhannesson sló í gegn með Hörpu Þorsteinsdóttur, mömmu sinni, á blaðamannafundi eftir baráttuleikinn gegn Frökkum.VÍSIR/VILHELMFraman af leik í kvöld var Harpa töluvert í boltanum en hún hefur þann styrk og eiginleika að geta skýlt bolta vel, haldið honum og skilað frá sér. Eitthvað sem hefur vantað í íslenska liðið á mótinu. Harpa hefur lagt mikið á sig til að vera klár en fimm mánuðir sléttir eru í dag síðan Ýmir, yngri sonur hennar, fæddist. „Ég hef gert allt sem ég mögulega gat gert, ég hefði ekki getað dropa í viðbót. Ég hef gert allt til þess að vera tilbúin.“ Hún segist jafnsvekkt með niðurstöðuna og allar hinar stelpurnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson, maður Hörpu, ásamt Ými og Steinari, við sumarhúsið þar sem strákarnir héldu til nærri hóteli landsliðsins á meðan á dvölinni stóð.vísir/björn G. SigurðssonHarpa er nýorðin 31 árs. Hún hefur raðað inn mörkunum í Pepsi-deild kvenna undanfarin ár og verið fyrsti kosturinn í framlínu Íslands sömuleiðis. Freyr hefur kallað eftir meiri fórnfýsi frá leikmönnum að stíga skrefið, fara utan til að æfa og spila með stærri liðum. Harpa hefur nokkrum sinnum farið utan, bæði til Englands og Noregs, en staldrað stutt við. Hún segist samt alltaf opin fyrir að skoða það ef eitthvað spennandi kemur upp að fara í atvinnumennsku. „Algjörlega, það er eitthvað sem ég myndi alltaf skoða. En ég er alltaf með sama svarið. Kvennabolti er bara ekki kominn á þann stað að maður geti farið út með heila fjölskyldu,“ segir Harpa. „Því miður. Ég væri löngu farin út en þetta er bara staðreyndin.“ Harpa segist hafa farið utan með fjögurra ára gamlan son sinn fyrir tveimur árum en það hafi bara ekki gengið.Harpa ásamt Steinari, Ágústu Ýr og Ými.Úr einkasafni„Það er eins og liðin þekki þetta ekki að þurfa að díla við erlendan leikmann sem er með fjölskyldu. Það er ógeðslega erfitt að koma sér út og á framfæri, sérstaklega þegar maður er ekki inni í samfélaginu neins staðar úti,“ segir Harpa. „Ég þyrfti alltaf góðan stuðning og góðan samning. Þetta er ógeðslega erfitt, því miður.“ Harpa fór eins og allir leikmenn Íslands til stuðningsmanna eftir leik. Hún fann mann sinn og börn í stúkunni og fékk glaðning frá Ágústu Ýr, stjúpdóttur sinni. Verðlaunapening um hálsinn númer eitt. „Ég fór alveg að gráta. Það minnti mig á að þó að við stöndum hérna og maður er með blóð og tár úti á velli, og hugsar að fótboltinn sé allt, þá er það ekki allt,“ segir Harpa. „Hún faðmaði mig og sagðist elska mig. Hún gerði það sama hvort leikurinn hefði tapast eða unnist.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Sjá meira