Norsku stelpurnar máttu ekki skiptast á treyjum eins og strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2017 12:30 Hin íslensk ættaða María Þórisdóttir eftir leik norska liðsins á EM. Hún sést hér í teyjunni sem hún þurfti að nota aftur og aftur á EM. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira
Norska kvennalandsliðið er á heimleið frá Evrópumótinu í Hollandi eins og það íslenska. Noregur og Ísland náðu hvorugt í stig á EM í ár og norska tókst ekki einu sinni að skora mark. Norðmenn eru óvanir slíku gengi enda höfðu norsku stelpurnar komist í undanúrslit á fjórum Evrópumótum í röð. Norska knattspyrnusambandið hefur fengið hluta af gagnrýninni og þá einkum hvað varðar umgjörðina í kringum liðið. Norska landsliðskonan Emilie Haavi, sem spilar með Boston Breakers í Bandaríkjunum, var til dæmis mjög ósátt með misræmi á milli karla- og kvennalandsliðsins í Noregi. Norska ríkissjónvarpið fjallar um þetta á vef sínum, nrk.no. Norsku stelpurnar máttu nefnilega ekki skiptast á treyjum við mótherja sína eftir leiki liðsins á Evrópumótinu. Hollensku stelpurnar komu til þeirra norsku eftir fyrsta leik mótsins og vildu skiptast á treyjum. „Ég varð að segja: Fyrirgefðu en við megum það ekki,“ sagði Emilie Haavi í viðtalið við NRK. Hollensku treyjurnar voru merktar fánum Noregs og Hollands sem og dagsetningu leiksins. Þær voru bara fyrir þennan leik. Það var engin slík merking á norsku treyjunum því þær átti liðið að nota áfram. Í síðasta leik norska karlalandsliðsins í undankeppni HM þá var treyjan merkt leiknum og leikmenn norska liðsins máttu skiptast á treyjum eftir leikinn. Engum datt í hug að banna strákunum að skiptast á treyjum. Forráðamenn norska sambandsins afsökuðu sig með því að það væri lítið eftir að treyjum hjá sambandinu þar sem að norsku liðin eigi að fá nýjar treyjur á næsta ári. „Þetta er einfalt. Það ætti að vera enginn munur á fjöldi búningasetta hjá okkur og hjá strákunum. Þetta gæti ekki verið einfaldara,“ sagði Haavi. „Við höfum rætt þetta og þeir sem eru í kringum í liðið vilja að við fáum búning fyrir hvern leik. Það hefur hinsvegar ekki verið raunin,“ sagði Haavi.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira