Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 12:03 Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. vísir/Arnar Halldórsson Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni. Hann segir að skjálftarnir í hrinunni nú séu ekki stórir þó einhverjir mælist 4 að stærð og finnist víða á Suðvestur-og Vesturlandi. Hrinan er á flekaskilum Norður-Ameríku-flekans og Evrasíu-flekans en skilin liggja eftir endalöngum Reykjanesskaga. Skjálftarnir verða vegna flekahreyfinga. „Þetta er bara klassísk Reykjanesskaga-skjálftahrina. Svona hrinur ganga yfir með millibili og gengur virknin yfir í hviðum að er virðist með 20 til 30 ára millibili. Þá eru margar hrinur í hverri hviðu. Það var til dæmis hviða af svona skjálftahrinum sem gekk yfir 1967 til 1975 og þá fóru skjálftar upp í sex stig. Sá stærsti varð1968 en á þessu tímabili voru allmargar hrinur í líkingu við þessa,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Í kjölfarið á Suðurlandsskjálftanum árið 2000 hófst svo önnur hviða á Reykjanesskaganum. „Stærsti skjálftinn þá varð undir Kleifarvatni. Margir kannast við hann því hann varð nánast samtímis öðrum Suðurlandsskjálftanum það ár og var svörun við honum að mörgu leyti. Það gæti svo verið að nú sé ný hviða í uppsiglingu,“ segir Páll. Snarpur skjálfti varð einnig í Kötlu í gærkvöldi að stærð 4,5. Páll segir hann sé að sumu leyti óvenjulegri skjálfti. „Þetta er með stærri skjálftum sem hafa komið í Kötlu í seinni tíð. Við þekkjum stærri skjálfta í Kötlu, sá stærsti varð 1977, en þessi er innan öskjunnar og tengist þeim umbrotum sem eru í fjallinu.“ Tengdar fréttir Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45 Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17 Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Sjá meira
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni. Hann segir að skjálftarnir í hrinunni nú séu ekki stórir þó einhverjir mælist 4 að stærð og finnist víða á Suðvestur-og Vesturlandi. Hrinan er á flekaskilum Norður-Ameríku-flekans og Evrasíu-flekans en skilin liggja eftir endalöngum Reykjanesskaga. Skjálftarnir verða vegna flekahreyfinga. „Þetta er bara klassísk Reykjanesskaga-skjálftahrina. Svona hrinur ganga yfir með millibili og gengur virknin yfir í hviðum að er virðist með 20 til 30 ára millibili. Þá eru margar hrinur í hverri hviðu. Það var til dæmis hviða af svona skjálftahrinum sem gekk yfir 1967 til 1975 og þá fóru skjálftar upp í sex stig. Sá stærsti varð1968 en á þessu tímabili voru allmargar hrinur í líkingu við þessa,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Í kjölfarið á Suðurlandsskjálftanum árið 2000 hófst svo önnur hviða á Reykjanesskaganum. „Stærsti skjálftinn þá varð undir Kleifarvatni. Margir kannast við hann því hann varð nánast samtímis öðrum Suðurlandsskjálftanum það ár og var svörun við honum að mörgu leyti. Það gæti svo verið að nú sé ný hviða í uppsiglingu,“ segir Páll. Snarpur skjálfti varð einnig í Kötlu í gærkvöldi að stærð 4,5. Páll segir hann sé að sumu leyti óvenjulegri skjálfti. „Þetta er með stærri skjálftum sem hafa komið í Kötlu í seinni tíð. Við þekkjum stærri skjálfta í Kötlu, sá stærsti varð 1977, en þessi er innan öskjunnar og tengist þeim umbrotum sem eru í fjallinu.“
Tengdar fréttir Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45 Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17 Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Sjá meira
Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45
Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17
Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11