Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 12:03 Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði. vísir/Arnar Halldórsson Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni. Hann segir að skjálftarnir í hrinunni nú séu ekki stórir þó einhverjir mælist 4 að stærð og finnist víða á Suðvestur-og Vesturlandi. Hrinan er á flekaskilum Norður-Ameríku-flekans og Evrasíu-flekans en skilin liggja eftir endalöngum Reykjanesskaga. Skjálftarnir verða vegna flekahreyfinga. „Þetta er bara klassísk Reykjanesskaga-skjálftahrina. Svona hrinur ganga yfir með millibili og gengur virknin yfir í hviðum að er virðist með 20 til 30 ára millibili. Þá eru margar hrinur í hverri hviðu. Það var til dæmis hviða af svona skjálftahrinum sem gekk yfir 1967 til 1975 og þá fóru skjálftar upp í sex stig. Sá stærsti varð1968 en á þessu tímabili voru allmargar hrinur í líkingu við þessa,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Í kjölfarið á Suðurlandsskjálftanum árið 2000 hófst svo önnur hviða á Reykjanesskaganum. „Stærsti skjálftinn þá varð undir Kleifarvatni. Margir kannast við hann því hann varð nánast samtímis öðrum Suðurlandsskjálftanum það ár og var svörun við honum að mörgu leyti. Það gæti svo verið að nú sé ný hviða í uppsiglingu,“ segir Páll. Snarpur skjálfti varð einnig í Kötlu í gærkvöldi að stærð 4,5. Páll segir hann sé að sumu leyti óvenjulegri skjálfti. „Þetta er með stærri skjálftum sem hafa komið í Kötlu í seinni tíð. Við þekkjum stærri skjálfta í Kötlu, sá stærsti varð 1977, en þessi er innan öskjunnar og tengist þeim umbrotum sem eru í fjallinu.“ Tengdar fréttir Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45 Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17 Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni. Hann segir að skjálftarnir í hrinunni nú séu ekki stórir þó einhverjir mælist 4 að stærð og finnist víða á Suðvestur-og Vesturlandi. Hrinan er á flekaskilum Norður-Ameríku-flekans og Evrasíu-flekans en skilin liggja eftir endalöngum Reykjanesskaga. Skjálftarnir verða vegna flekahreyfinga. „Þetta er bara klassísk Reykjanesskaga-skjálftahrina. Svona hrinur ganga yfir með millibili og gengur virknin yfir í hviðum að er virðist með 20 til 30 ára millibili. Þá eru margar hrinur í hverri hviðu. Það var til dæmis hviða af svona skjálftahrinum sem gekk yfir 1967 til 1975 og þá fóru skjálftar upp í sex stig. Sá stærsti varð1968 en á þessu tímabili voru allmargar hrinur í líkingu við þessa,“ segir Páll í samtali við fréttastofu. Í kjölfarið á Suðurlandsskjálftanum árið 2000 hófst svo önnur hviða á Reykjanesskaganum. „Stærsti skjálftinn þá varð undir Kleifarvatni. Margir kannast við hann því hann varð nánast samtímis öðrum Suðurlandsskjálftanum það ár og var svörun við honum að mörgu leyti. Það gæti svo verið að nú sé ný hviða í uppsiglingu,“ segir Páll. Snarpur skjálfti varð einnig í Kötlu í gærkvöldi að stærð 4,5. Páll segir hann sé að sumu leyti óvenjulegri skjálfti. „Þetta er með stærri skjálftum sem hafa komið í Kötlu í seinni tíð. Við þekkjum stærri skjálfta í Kötlu, sá stærsti varð 1977, en þessi er innan öskjunnar og tengist þeim umbrotum sem eru í fjallinu.“
Tengdar fréttir Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45 Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55 Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17 Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Jarðskjálfti við Fagradalsfjall fannst vel á höfuðborgarsvæðinu Jarðskjálfti sem mældist klukkan 11:40 norðaustan í Fagradalssfjalli á Reykjanesi fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 11:45
Um 200 skjálftar mælst við Fagradalsfjall á Reykjanesi Um klukkan tvö leitið í dag fannst einn skjálftinn á höfuðborgarsvæðinu. 26. júlí 2017 16:55
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram Stærstu jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall á Reykjanesi hafa verið af stærðinni tveir og yfir í nótt og í morgun. 27. júlí 2017 08:17
Þriðji stóri skjálftinn varð klukkan 20:25 Skjálfti af stærðinni 3,8 varð austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga klukkan 20:25 í kvöld. 26. júlí 2017 21:11