Kvaddi Skota með sigri eftir tólf ár sem landsliðsþjálfari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2017 13:45 Signeul hughreystir hér Vaila Barsley sem var svekkt eftir að Skotar féllu úr leik á EM í Hollandi þrátt fyrir sigur í gær. Vísir/Getty Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Anna Signeul stýrði skoska landsliðinu í síðasta sinn í gær er liðið vann 1-0 sigur á Spáni á EM kvenna í Hollandi. Þrátt fyrir frækinn sigur, þann fyrsta hjá Skotum á stórmóti, dugði það ekki til að komast áfram í 8-liða úrslitin. Spánverjar komust áfram á markatölu í innbyrðisviðureignum sínum við Skotland og Portúgal, sem tapaði fyrir Englandi á sama tíma í gær. Englendingar fengu fullt hús stiga í riðlinum og rúlluðu yfir Skota, 6-0, í fyrsta leik riðilsins en Skotar töpuðu svo næsta leik fyrir Portúgal, 2-1. Hin sænska Signeul hefur verið lykilmaður í uppgangi skoskrar kvennaknattspyrnu en hún tók við landsliðinu árið 2005. Undir hennar stjórn vann liðið sig upp styrkleikalista FIFA og komst að lokum inn á sitt fyrsta stórmót þegar það tryggði sér farseðilinn til Hollands. „Leikmenn spiluðu frábærlega í gær og hugarfar þeirra er það besta sem ég hef séð,“ sagði Signeul við fjölmiðla eftir leikinn í gær. „Ég er svo stolt af þeim. Við áttum ekki skilið að fara heim.“ Ísland og Skotland voru saman í riðli í undankeppni EM en okkar konur unnu fyrstu níu leiki sína í undankeppninni, þar af 4-0 gegn Skotum ytra, en töpuðu svo fyrir þeim á Laugardalsvelli í lokaleik riðilsins þegar Ísland var þegar komið á EM. Liðin enduðu jöfn að stigum en Ísland vann riðiilnn á betri markatölu. Þrátt fyrir skellinn í fyrsta leiknum í Hollandi náðu Skotar að sýna sitt rétta andlit. „Ef að fólk hélt eftir fyrstu tvo leikina að Skotland væri ekki með gott lið þá veit það núna fyrir hvað við stöndum.“ „Við leggjum allt í sölurnar en spilum líka góðan fótbolta. Við erum tæknilega góðar og líkamlega sterkar. Ég er algjörlega sannfærð um að þetta lið haldi áfram og komist inn á HM 2019.“ Signeul mun nú taka við landsliði Finnlands frá og með haustinu.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
England fékk fullt hús | Spánn áfram þrátt fyrir tap Riðlakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta lauk í kvöld með tveimur leikjum í D-riðli. 27. júlí 2017 20:30