Fótbolti

Leik Danmerkur og Þýskalands frestað til morguns

Elías Orri Njarðarson skrifar
Vallarstarfsmenn áttu í erfiðleikum með að losa vatnið af vellinum
Vallarstarfsmenn áttu í erfiðleikum með að losa vatnið af vellinum Vísir/Getty
Leik Danmerkur og Þýskalands í 8-liða úrslitum á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu, sem fram fer í Hollandi, hefur verið frestað til sunnudags.

Mikil rigning var í Rotterdam í kvöld sem gerði Sparta-völlinn óhæfan í að geta spilað leikinn. Vatn fyllti varamannaskýlin og áttu vallarstarfsmenn erfitt með að gera völlinn leikhæfan.

Mjög mikil töf varð á leiknum en að lokum varð ákveðið að fresta leiknum.

Leikurinn verður spilaður aftur á morgun klukkan 11:00.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×