Erlent

Sextán látnir eftir flugslys í Bandaríkjunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vélin, sem var af gerðinni KC-130, var að flytja menn úr landgönguliði Bandaríkjahers.
Vélin, sem var af gerðinni KC-130, var að flytja menn úr landgönguliði Bandaríkjahers.
Að minnsta kosti sextán létust þegar bandarísk herflugvél fórst í Mississippi síðdegis í gær. Enginn úr áhöfninni komst lífs af, að sögn yfirvalda þar í landi. Vélin, sem var af gerðinni KC-130, var að flytja menn úr landgönguliði Bandaríkjahers.

Ekki er vitað hvað varð til þess að vélin hrapaði. Miklar sprengingar urðu þegar hún fórst sem gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir, en reynt var að slökkva eldinn með yfir 15 þúsund lítrum af froðu. Það bar þó ekki árangur og sem fyrr segir létust allir um borð.

Ríkisstjórinn, Phil Bryant, hefur sent aðstandendum fórnarlambanna samúðarkveðjur, og segir að um sé að ræða algjöran harmleik. Málið verði rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×