Tvær og hálf milljón safnast fyrir Láru Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júlí 2017 08:43 Vinkonur Láru, þær Anna Elvíra, Ida Björg og Jara Fatíma, hófu söfnunarátakið fyrir um viku síðan. Rúmlega tvær og hálf milljón hafa safnast fyrir Láru Sif Christiansen sem lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi í maí síðastliðnum með þeim afleiðingum að hún lamaðist fyrir neðan brjóst. Þar af hefur eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson, safnað tæplega 1,8 milljón króna. Aðstandendur Láru hófu söfnunina og sögðust vinkonur hennar í samtali við Vísi í síðustu viku vilja aðstoða hana við að komast í endurhæfingu erlendis. Í framhaldinu hafa fjölmargir ákveðið að hlaupa fyrir Láru, líkt og sjá má á síðunni Hlaupastyrkur.is, en þar má heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Eiginmaður hennar segist sömuleiðis ætla að gera allt sem hann geti til þess að koma Láru sinni aftur á fætur, líkt og hann orðar það á síðu sinni. „Ég ætla að hlaupa fyrir hana og safna áheitum svo hún geti fengið bestu endurhæfingu sem völ er á til að hámarka líkur á sem mestum bata,“ segir hann á síðunni Hlaupastyrkur. Líkt og staðan er nú hefur enginn annar einstaklingur safnað eins hárri fjárhæð og Leifur, en hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon eða 21 kílómetra. Lára var á hjóli í Öskjuhlíð þegar slysið varð og er hún nú í endurhæfingu á Grensás. Óvíst er þó hvort hún komi til með að endurheimta mátt sinn aftur. Vinkonur hennar, sem jafnframt eru samstarfskonur hennar hjá Icelandair, þar sem þær starfa sem flugmenn, tóku sérstaklega fram að Lára og aðstandendur hennar takist á við áfallið með algjöru æðruleysi og bjartsýni að leiðarljósi.Hér má finna áheitasíðu Láru. Tengdar fréttir Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Rúmlega tvær og hálf milljón hafa safnast fyrir Láru Sif Christiansen sem lenti í alvarlegu reiðhjólaslysi í maí síðastliðnum með þeim afleiðingum að hún lamaðist fyrir neðan brjóst. Þar af hefur eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson, safnað tæplega 1,8 milljón króna. Aðstandendur Láru hófu söfnunina og sögðust vinkonur hennar í samtali við Vísi í síðustu viku vilja aðstoða hana við að komast í endurhæfingu erlendis. Í framhaldinu hafa fjölmargir ákveðið að hlaupa fyrir Láru, líkt og sjá má á síðunni Hlaupastyrkur.is, en þar má heita á hlaupara í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Eiginmaður hennar segist sömuleiðis ætla að gera allt sem hann geti til þess að koma Láru sinni aftur á fætur, líkt og hann orðar það á síðu sinni. „Ég ætla að hlaupa fyrir hana og safna áheitum svo hún geti fengið bestu endurhæfingu sem völ er á til að hámarka líkur á sem mestum bata,“ segir hann á síðunni Hlaupastyrkur. Líkt og staðan er nú hefur enginn annar einstaklingur safnað eins hárri fjárhæð og Leifur, en hann ætlar að hlaupa hálfmaraþon eða 21 kílómetra. Lára var á hjóli í Öskjuhlíð þegar slysið varð og er hún nú í endurhæfingu á Grensás. Óvíst er þó hvort hún komi til með að endurheimta mátt sinn aftur. Vinkonur hennar, sem jafnframt eru samstarfskonur hennar hjá Icelandair, þar sem þær starfa sem flugmenn, tóku sérstaklega fram að Lára og aðstandendur hennar takist á við áfallið með algjöru æðruleysi og bjartsýni að leiðarljósi.Hér má finna áheitasíðu Láru.
Tengdar fréttir Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi "Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman. 7. júlí 2017 09:55