Hlaupa fyrir vinkonu sem lamaðist í reiðhjólaslysi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2017 09:55 Vinkonur Láru, þær Anna Elvíra, Ida Björg og Jara Fatíma, standa fyrir söfnuninni. „Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman, sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vinkonu sinni, Láru Sif Christiansen. Lára Sif lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir um sex vikum.Í hjólaferð með kollegunum Lára datt af reiðhjóli sínu í Öskjuhlíð í maí síðastliðnum. Hún hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair og var í hjólatúr með hjólahópi flugfélagsins þegar slysið varð. Lára slasaðist alvarlega og lamaðist fyrir neðan brjóst en óvíst er hvort hún muni endurheimta mátt sinn aftur.Lára Sif og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson.„Hún var á fjallahjóli í Öskjuhlíð og þetta var eiginlega bara ótrúlega óheppni. Hún fer fram af hjólinu, yfir litla brú og lendir svona rosalega illa á bakinu,“ segir Ida Björg. Ida er sjálf í hjólahópnum en var ekki með í för þegar slysið varð. „Það var strax kallað á sjúkrabíl og það varð fljótt ljóst að hún var alvarlega slösuð. Hún lamaðist fyrir neðan brjóst og það er lítið vitað hvert framhaldið verður.“Markmiðið að komast út í endurhæfingu Samstarfskonur Láru, sem allar eru flugmenn, ákváðu að taka höndum saman og hefja styrktarsöfnun. Það eru þær Ida Björg, Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir og Jara Fatima Brynjólfsdóttir sem ætla að hlaupa í maraþoninu og sú upphæð sem safnast rennur óskert til Láru. „Lára er núna í endurhæfingu á Grensás en við viljum styrkja hana til þess að hún geti sótt endurhæfingu erlendis. Það er ekki það að hún fái slæma aðstoð hér heima heldur gerist það svo sjaldan að ungt fólk hér á landi lend ií svona slysum. Það er meiri reynsla á svona löguðu erlendis,“ útskýrir Ida. Lára og vinkonur hennar, í brúðkaupi Láru og Leifs.Bjartsýnin að leiðarljósi Ida segir Láru takast á við áfallið með algjöru æðruleysi, og heyra má á henni að hún er snortin yfir jákvæðni og bjartsýni vinkonu sinnar. „Þetta er að sjálfsögðu svakalegt áfall. En hún stendur sig eins og hetja og er alveg ótrúlega flott og dugleg. Hún er ofboðslega lífsglöð manneskja að eðlisfari og tekur á þessu sem verkefni með algjörri jákvæðni.“ Ida, Anna Elvíra og Jara Fatima ætla að hlaupa samtals 34 kílómetra í maraþoninu; hálfmaraþon, tíu kílómetra og þrjá kílómetra.Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á eftirfarandi reikningsnúmer:Rn.: 0133-26-440717Kt.: 440717-0710 Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
„Alveg sama hvernig þetta fer, þá ætlar hún að takast á við þetta verkefni eins og hvað annað,“ segir Ida Björg Wessman, sem ætlar að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst til styrktar vinkonu sinni, Láru Sif Christiansen. Lára Sif lamaðist í hjólreiðaslysi fyrir um sex vikum.Í hjólaferð með kollegunum Lára datt af reiðhjóli sínu í Öskjuhlíð í maí síðastliðnum. Hún hefur starfað sem flugmaður hjá Icelandair og var í hjólatúr með hjólahópi flugfélagsins þegar slysið varð. Lára slasaðist alvarlega og lamaðist fyrir neðan brjóst en óvíst er hvort hún muni endurheimta mátt sinn aftur.Lára Sif og eiginmaður hennar, Leifur Grétarsson.„Hún var á fjallahjóli í Öskjuhlíð og þetta var eiginlega bara ótrúlega óheppni. Hún fer fram af hjólinu, yfir litla brú og lendir svona rosalega illa á bakinu,“ segir Ida Björg. Ida er sjálf í hjólahópnum en var ekki með í för þegar slysið varð. „Það var strax kallað á sjúkrabíl og það varð fljótt ljóst að hún var alvarlega slösuð. Hún lamaðist fyrir neðan brjóst og það er lítið vitað hvert framhaldið verður.“Markmiðið að komast út í endurhæfingu Samstarfskonur Láru, sem allar eru flugmenn, ákváðu að taka höndum saman og hefja styrktarsöfnun. Það eru þær Ida Björg, Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir og Jara Fatima Brynjólfsdóttir sem ætla að hlaupa í maraþoninu og sú upphæð sem safnast rennur óskert til Láru. „Lára er núna í endurhæfingu á Grensás en við viljum styrkja hana til þess að hún geti sótt endurhæfingu erlendis. Það er ekki það að hún fái slæma aðstoð hér heima heldur gerist það svo sjaldan að ungt fólk hér á landi lend ií svona slysum. Það er meiri reynsla á svona löguðu erlendis,“ útskýrir Ida. Lára og vinkonur hennar, í brúðkaupi Láru og Leifs.Bjartsýnin að leiðarljósi Ida segir Láru takast á við áfallið með algjöru æðruleysi, og heyra má á henni að hún er snortin yfir jákvæðni og bjartsýni vinkonu sinnar. „Þetta er að sjálfsögðu svakalegt áfall. En hún stendur sig eins og hetja og er alveg ótrúlega flott og dugleg. Hún er ofboðslega lífsglöð manneskja að eðlisfari og tekur á þessu sem verkefni með algjörri jákvæðni.“ Ida, Anna Elvíra og Jara Fatima ætla að hlaupa samtals 34 kílómetra í maraþoninu; hálfmaraþon, tíu kílómetra og þrjá kílómetra.Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á eftirfarandi reikningsnúmer:Rn.: 0133-26-440717Kt.: 440717-0710
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira