Fótbolti

Miðarnir á EM-leiki stelpnanna bíða á skrifstofu KSÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stelpurnar eru búnar að undirbúa sig vel.
Stelpurnar eru búnar að undirbúa sig vel. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Það er ein vika í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins á EM í fótbolta í Hollandi og fjöldi Íslendinga mun hvetja íslensku stelpurnar áfram á pöllunum.

Kvennalandsliðið í fótbolta hefur eytt síðustu dögum í æfingabúðum á Íslandi en stelpurnar munu síðan fara út til Hollands í lok vikunnar.

Það er mikill áhugi hér heima á leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu og það gekk vel hjá KSÍ að selja miða á leikina í riðlakeppninni.

KSÍ hvetur nú þá stuðningsmenn sem ætla að leggja leið sína til Hollands að sækja miða sína á skrifstofu KSÍ á Laugardalsvelli sem allra fyrst. Skrifstofan er opin alla virka frá átta til fjögur.

Ísland spilar fyrst við Frakkland í Tilburg 18. júlí en svo taka við leikir á móti Sviss (22. júlí) og Austurríki (26. júlí).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×