Fótbolti

Úr krumpugalla í Ralph Lauren | Myndir af stelpunum okkar með átta ára millibili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir með átta ára millibli.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir með átta ára millibli. Myndir/@sarabjork18
Sara Björk Gunnarsdóttir og Rakel Hönnudóttir eru báðar á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót en íslensku stelpurnar fljúga til Hollands í dag.

Ísland spilar sinn fyrsta leik á EM kvenna í fótbolta á móti Frakklandi á þriðjudaginn kemur.  

Það hefur talsvert breyst í umgjörð kvennalandsliðsins frá því að stelpurnar okkar tóku þátt í sínu fyrsta Evrópumóti í Finnlandi fyrir átta árum síðan.

Sara Björk setti í tilefni dagsins inn skemmtilegar myndir inn á Twitter-síðu sína sem sýnir að það er allt annað á sjá klæðnað stelpnanna í dag en árið 2009.

Nú mæta þær allar út í flugvél í glæsilegum Polo Ralph Lauren fötum frá Mathilda en fyrir átta árum voru þær bara í góða gamla æfingagallanum frá KSÍ.

Sara Björk og Rakel voru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu þegar þær fóru á EM í Finnlandi í ágúst 2009 og voru þá tveir af yngstu leikmönnum liðsins.

Nú eru þær tvær af reyndustu leikmönnunum íslenska liðsins og Sara Björk orðin fyrirliði liðsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×