Fótbolti

Pistill frá Guðna Bergs: Við Íslendingar munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á æfingu íslenska liðsins í upphafi vikunnar.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á æfingu íslenska liðsins í upphafi vikunnar. Vísir/Vilhelm
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er á leiðinni á sitt fyrsta stórmót sem formaður þegar íslenska kvennalandsliðið keppir á Evrópumótinu í Hollandi.

Ísland komst á þrjú stórmót í formannstíð Geirs Þorsteinssonar, EM kvenna í Finnlandi 2009, EM kvenna í Svíþjóð 2013 og svo EM karla í Frakklandi 2016.

Íslenska liðið flaug út í dag en Guðni hafði áður skrifað pistil inn á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

„Við erum á leið til Hollands til þess að ná góðum árangri og markmiðið hlýtur að vera að komast upp úr riðlinum og síðan getur allt gerst, skrifar Guðni.

Hann segir að árangur kvennalandsliðsins hafi dregið vagninn í auknum vinsældum kvennafótboltans hér á landi.

„Það eru forréttindi að fá að fylgja liðinu og styðja það í Hollandi eins og svo mörg okkar munum gera. Við íslendingar höfum keypt þúsundir miða í forsölu fyrir mótið og við munum setja sterkan svip á þetta mót innan vallar sem utan. Virkjum gleðina og samkenndina á ný og leggjum okkar af mörkum með góðum stuðningi við  kvennalandsliðið okkar, skrifar Guðni en það má lesa allan pistilinn hans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×