Fótbolti

1á1 í kvöld: Stelpurnar okkar með Gumma Ben á Mathúsi Garðabæjar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson hitti fimm fimm landsliðskonur á Mathúsi Garðabæjar á dögunum og þar var farið yfir gengi íslenska kvennalandsliðsins sem er á leiðinni á sitt þriðja Evrópumót í röð.

Afraksturinn af viðtali Gumma Ben við stelpurnar okkar má sjá í í þættinum 1á1 með Gumma Ben með hefst klukkan 22.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.

Gestir Gumma Ben voru þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir.

Allar voru þær með á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum þegar íslenska liðið komst alla leið í átta liða úrslitin.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá brot úr þættinum þar sem Guðmundur spyr Söru Björk fyrirliða meðal annars um það hvernig sé að lesa fréttir um einkalífið sitt í fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×