„Glódís getur spilað með Lyon og Barca“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2017 12:30 Glódís Perla Viggósdóttir flytur á nýjan stað eftir EM. vísir/vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skipti um félagslið í gær þegar sala á henni frá Eskilstuna til Rosengård gekk í gegn. Rosengård hefur undanfarin ár verið besta liðið í Svíþjóð en Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með því. Sara vann síðast titilinn með Rosengård árið 2015 en þá var liðið einmitt í harðri baráttu við Glódísi Perlu og stöllur hennar í Eskilstuna. „Þetta var klárt fyrir rúmri viku og hún hefur unnið ásamt sínu fólki mjög faglega að þessu. Við vorum öll meðvituð um það að við vildum klára þetta fyrir þessa viku. Þetta var farið frá henni en það var smá bras á kaupverðinu á milli félaganna eins og gengur og gerist,“ sagði Freyr Alexandersson um félagaskipti miðvarðarins á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi vistaskipti muni trufla Glódísi Perlu fyrir fyrsta leikinn á móti Frakklandi eða á mótinu í heildina.Freyr Alexandersson er ánægður fyrir hönd Glódísar.vísir/tomGetur spilað með þeim bestu „Þetta truflar hana ekki neitt. Maður veit ekki hvort það sé eitthvað áreiti í Eskilstuna frá liðsfélögum eða þannig en hún er bara brosandi eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Þetta er það sem hún vildi,“ sagði Freyr. „Þetta er flottur klúbbur með flottan þjálfara og þær þurfa að hafa Íslendinga í liðinu til þess að vinna titla," sagði Freyr en Rosengård missti af titlinum í fyrra eftir að Sara Björk fór. Þóra B. Helgadóttir varði einnig mark liðsins áður en hún lagði skóna á hilluna.“ Glódísi stóðu fleiri möguleikar til boða en hún ákvað að velja stærsta liðið í Svíþjóð. Freyr er ánægður með þetta skref hjá henni en það er mikilvægara að Glódís er ánægð með þetta. „Ég hef verið spurður hvort þetta er rétta skrefið því það voru fleiri lið á eftir henni. Það sem skiptir máli er að leikmaðurinn telur þetta rétta skrefið fyrir sig,“ sagði Freyr. „Ég hef það mikla trú á henni að hún getur spilað fyrir Lyon og Barca og hvað þessi lið öll heita. Það kemur þá bara seinna. Þetta er flott skref fyrir hana og ég er ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, skipti um félagslið í gær þegar sala á henni frá Eskilstuna til Rosengård gekk í gegn. Rosengård hefur undanfarin ár verið besta liðið í Svíþjóð en Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari með því. Sara vann síðast titilinn með Rosengård árið 2015 en þá var liðið einmitt í harðri baráttu við Glódísi Perlu og stöllur hennar í Eskilstuna. „Þetta var klárt fyrir rúmri viku og hún hefur unnið ásamt sínu fólki mjög faglega að þessu. Við vorum öll meðvituð um það að við vildum klára þetta fyrir þessa viku. Þetta var farið frá henni en það var smá bras á kaupverðinu á milli félaganna eins og gengur og gerist,“ sagði Freyr Alexandersson um félagaskipti miðvarðarins á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. Hann hefur ekki áhyggjur af því að þessi vistaskipti muni trufla Glódísi Perlu fyrir fyrsta leikinn á móti Frakklandi eða á mótinu í heildina.Freyr Alexandersson er ánægður fyrir hönd Glódísar.vísir/tomGetur spilað með þeim bestu „Þetta truflar hana ekki neitt. Maður veit ekki hvort það sé eitthvað áreiti í Eskilstuna frá liðsfélögum eða þannig en hún er bara brosandi eins og alltaf. Ég er ánægður fyrir hennar hönd. Þetta er það sem hún vildi,“ sagði Freyr. „Þetta er flottur klúbbur með flottan þjálfara og þær þurfa að hafa Íslendinga í liðinu til þess að vinna titla," sagði Freyr en Rosengård missti af titlinum í fyrra eftir að Sara Björk fór. Þóra B. Helgadóttir varði einnig mark liðsins áður en hún lagði skóna á hilluna.“ Glódísi stóðu fleiri möguleikar til boða en hún ákvað að velja stærsta liðið í Svíþjóð. Freyr er ánægður með þetta skref hjá henni en það er mikilvægara að Glódís er ánægð með þetta. „Ég hef verið spurður hvort þetta er rétta skrefið því það voru fleiri lið á eftir henni. Það sem skiptir máli er að leikmaðurinn telur þetta rétta skrefið fyrir sig,“ sagði Freyr. „Ég hef það mikla trú á henni að hún getur spilað fyrir Lyon og Barca og hvað þessi lið öll heita. Það kemur þá bara seinna. Þetta er flott skref fyrir hana og ég er ánægður fyrir hennar hönd,“ sagði Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13 Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00 Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15 Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54 Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira
Fanndís og Hallbera mættu of seint á fund Herbergisfélagarnir fengu þó ekki miklar skammir frá landsliðsþjálfaranum. 16. júlí 2017 10:13
Hallbera: Þetta er meira en við bjuggumst við Stelpurnar viðurkenna að allt í kringum þetta Evrópumót er stærra en áður en vilja ekki meina að önnur mót hafi gleymst. 16. júlí 2017 11:00
Svona var blaðamannafundurinn hjá stelpunum í morgun Freyr Alexandersson, Hallbera Gísladóttir og Fanndís Friðriksdóttir sátu fyrir svörum í Ermelo. 16. júlí 2017 09:15
Stelpurnar gáfu Sunnu treyjuna sem hún klæddist í nótt Blaðamannafundur íslenska landsliðsins í morgun hófst á því að óska Sunnu Rannveigu til hamingju með sigurinn. 16. júlí 2017 09:54
Freyr er klár með byrjunarliðið á móti Frakklandi Landsliðsþjálfarinn ákvað liðið í gærkvöldi en stelpurnar fá að vita hvernig það er á morgun. 16. júlí 2017 10:05