Stelpurnar okkar eiga möguleika á Evrópumeistaratitli en ekki mjög mikla Kolbeinn Tumi Daðason í Hollandi skrifar 16. júlí 2017 16:00 Jim Carrey og Lauren Holly í atriðinu óborganlega. Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017 EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á möguleika á því að standa uppi sem sigurvegari að mati útreikninga tölfræðiþjónustunnar Gracenote. Reyndar eiga tólf lið af sextán möguleika á því að vinna mótið en möguleikar stelpnanna okkar þykja reyndar ekki miklir. Ekki er ástæða til að taka útreikningana mjög alvarlega en það er stór þáttur af íþróttum að velta fyrir sér möguleikum liðanna í aðdraganda keppni og leikja. Mestar líkur eru taldar á því að Þjóðverjar haldi sigurgöngu sinni á Evrópumótum áfram en 27 prósent líkur þykja að liðið verði Evrópumeistari. Næst koma Frakkar en okkar stelpur mæta þeim frönsku í Tilburg á þriðjudaginn í fyrsta leik sínum í C-riðli. Líkur Frakka eru 22 prósent. Næst koma England (14%) og heimakonur í Hollandi (13%), Svíar (7%) og svo Norðmenn (4%) og Spánverjar (4%). Ísland er svo í hópi með Dönum, Ítölum og Svisslendingum, sem eru einnig í C-riðli, en 2% líkur eru taldar á að liðin fjögur verði Evrópumeistari. Skotar fá svo 1% líkur en þær skosku voru með Íslandi í undankeppninni og voru eina liðið sem sigraði Ísland, og raunar náði að skora gegn Íslandi, í 2-0 sigri á Laugardalsvelli. Engar líkur eru taldar á því að Austurríki, Belgía, Rússland og Portúgal standi uppi sem sigurvegari. Stuðningsmannasveitin Tólfan tekur skemmtilegan snúning á þessum tíðindum og vitnar í eina fyndnustu mynd allra tíma, Dumb& Dumber, og endurtísta tölfræðinni frá @Gracenote með skilaboðunum: „So you’re telling me there’s a chance“. Fyrir þá sem tengja ekki við grín Tólfunnar er bent á myndbandið að neðan.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). So you're telling me there's a chance #WEURO2017 #ISL https://t.co/cqazhYTbEP— Tólfan (@12Tolfan) July 16, 2017
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Sjá meira