Formaður Öryrkjabandalagsins segir túlkadóm áfall Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2017 20:15 Ellen Calmon Vísir/Anton Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“ Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Eftir að dómur héraðsdóms féll um að Áslaug Ýr fengi ekki túlkaþjónustu greidda frá íslenska ríkinu í norrænum sumarbúðum fyrir daufblinda, ákvað Áslaug að taka lán upp á eina og hálfa milljón fyrir launakostnaðinum og fór í nótt til Svíþjóðar í sumarbúðirnar. Hún hefur þó ákveðið að áfrýja dóminum til hæstaréttar. Móðir hennar segir hana ferðast á björtu hliðinni í gegnum lífið en dómurinn hafi þó verið gífurleg vonbrigði. „Þetta beygði hana aðeins en hún er harðákveðin að fara alla leið. Hún er baráttukona fram í fingurgóma - ekki bara fyrir sjálfa sig heldur fyrir fatlað fólk á Íslandi," segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, móðir Áslaugar. Í dóminum segir að Áslaug eigi rétt á túlkaþjónustu frá íslenska ríkinu vegna daglegs lífs en að kostnaður vegna ferðarinnar sé of stór hluti af heildarfjármagni í túlkasjóði. Sumarbúðirnar sem Áslaug fór í og óskaði eftir túlkaþjónustu fyrir, eru sérstaklega fyrir daufblind ungmenni frá norðurlöndunum. Sænska ríkið borgar allt uppihald og ferðakostnað túlkanna en það eina sem íslenska ríkið þurfti að leggja til er launakostnaður. „Og við Íslendingar gátum ekki einu sinni sent einn fulltrúa með sóma þarna út án þess að allt færi í vitleysu," segir Bryndís. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins, leggur til að dómarar fari í endurmenntun í mannréttindum. „Þessi dómur er áfall fyrir mannréttindabaráttu fatlaðs fólks og sýnir okkur að dómarar virðist ekki dæma almennt eftir samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland hefur fullgilt," segir Ellen Calmon. Móðir Áslaugar segir fjölskylduna þó vona að hæstiréttur muni dæma henni í vil. „Ef hann gerir það ekki erum við að horfa upp á að lög og reglur hér á landi séu ekki að standa undir þeim væntingum sem löggjafinn telur sig hafa uppfyllt.“
Tengdar fréttir Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49 Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Áslaug Ýr tapaði gegn ríkinu: Fær ekki túlk í sumarbúðir fyrir daufblinda Áslaug gagnrýnir dóminn harðlega og segir að breyta þurfi lögum og reglum landsins til að tryggja mannréttindi þegna þess. 14. júlí 2017 16:49
Áslaug áfrýjar túlkadómi Áslaug Ýr Hjartardóttir hyggst áfrýja dómi héraðsdóms um að ríkinu beri ekki skylda til að greiða fyrir túlkaþjónustu hennar vegna sumarbúða í Svíþjóð, að sögn lögmanns hennar. Hún ætlar að taka lán fyrir ferðinni. 17. júlí 2017 06:00