Annað tækifæri til að heilla Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2017 06:00 Íslensku stelpurnar ætla að standa þétt saman í fyrsta leiknum sínum á EM í dag eins og á æfingunni á Konunglega vellinum í Tilburg í gær. Vísir/Vilhelm Sagt er að enginn fái nema eina tilraun til að heilla við fyrstu kynni. Stelpurnar okkar fá þó annað tækifæri í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik liðsins á EM 2017 í Hollandi en leikurinn fer fram á Koning Willem II-vellinum í Tilburg. Íslenska liðið var í sömu stöðu á EM 2009 í Finnlandi þegar það komst fyrst á stórmót. Þá var fyrsti mótherjinn líka Frakkland. Stelpurnar okkar voru fullar sjálfstrausts fyrir þann leik og þær skoruðu fyrsta markið sem reyndist einnig síðasta mark liðsins á mótinu og aðeins eitt af þremur sem stelpurnar hafa skorað í sjö leikjum í lokakeppni. Sjálfstraustið var meira spenna og gleði yfir að vera komnar á stórmót. Líklega voru þær ekki alveg tilbúnar. Átta árum síðar fá stelpurnar okkar fullkomið tækifæri til að ná í óvænt úrslit og sýna Evrópu að þær séu reiðubúnari í slaginn núna en þær voru þá. Reynslan er mikil í liðinu og undirbúningurinn hefur snúist mikið um andlegu hliðina.Brosmildar landsliðskonur á æfingu í gær.Vísir/VilhelmTrúa á sigur „Ég var 18 ára á fyrsta mótinu okkar 2009. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn á móti Frakklandi. Ég man bara að við spiluðum ekki vel,“ segir fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir en hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Sara er sú eina í hópnum sem hefur spilað alla leiki Íslands á EM. „Tilfinningarnar voru svo út um allt. Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn. Við lærðum samt mikið af mótinu. Við erum orðnar betri leikmenn og betra lið. Við erum reynslumiklar enda búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið núna og við erum orðnar miklu betri,“ segir Sara. Eins og fyrir átta árum eru stelpurnar fullar sjálfstrausts og hafa óbilandi trú á sjálfum sér. Og af hverju ekki? Liðið fór upp úr gríðarlega erfiðum riðli á EM 2013 fyrir fjórum árum og komst í átta liða úrslitin. Sjálfstraustið er ekkert annað en sjálfstraust núna og það skein úr augum Söru þegar franskur blaðamaður spurði hana hvort stelpurnar okkar tryðu því að þær gætu unnið Frakka. „Já, auðvitað. Þarftu einhver frekari svör? Þetta er einföld spurning. Maður getur alltaf unnið öll lið. Franska liðið er sigurstranglegra en við erum vel undirbúnar fyrir leikinn og mótið. Styrkur okkar er andlegi þátturinn og varnarleikurinn og viðhorfið. Ef allt þetta gengur upp þá getum við unnið þær,“ segir Sara Björk.Freyr Alexandersson, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á blaðamannafundi í gær.Vísir/VilhelmFrábært varnarlið Franska liðið er eitt það besta í heimi í dag, númer þrjú á styrkleikalistanum og númer tvö í Evrópu. Á meðan íslenska liðið hefur átt í vandræðum með að skora að undanförnu fékk Frakkland ekki mark á sig í undankeppninni og er ósigrað í ellefu leikjum á árinu. Markaskorun gæti orðið vandamál annað kvöld. „Það hefur samt ekki vantað upp á færin hjá okkur. Þær frönsku eru með frábært varnarlið. Við þurfum að nýta þau færi sem við fáum. Við erum búin að vinna eins vel í þeim málum og kostur er á. Leikmennirnir eru eins tilbúnir og þeir verða til að takast á við færin sem við fáum,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sem tilkynnti stelpunum byrjunarliðið klukkan 17.00 að staðartíma í gær. „Ég er handviss um að við stillum upp besta liðinu sem við getum mögulega sett. Það sem er búið að gerast er búið og þetta eru leikmennirnir sem ég valdi og hef úr að velja. Ég gæti ekki verið sáttari við undirbúninginn okkar. Við vitum allt um Frakkana þó þeir viti ekki allt um okkur. Við vitum hvernig við viljum spila leikinn,“ segir Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Enn þá hægt að fá miða á leiki Íslands á EM KSÍ verður með útibú í Hollandi þar sem hægt er að sækja miða og fá frekari upplýsingar. 17. júlí 2017 14:15 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 „Við virðum íslenska liðið“ Þjálfari franska landsliðsins býst við mikilli baráttu í leiknum á móti Íslandi á morgun. 17. júlí 2017 15:49 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Foreldrar Önnu Bjarkar búnir að kaupa miða á úrslitaleikinn Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin, segir Margrét Geirsdóttir, föðursystir landsliðskonunnar. 17. júlí 2017 13:45 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Sagt er að enginn fái nema eina tilraun til að heilla við fyrstu kynni. Stelpurnar okkar fá þó annað tækifæri í kvöld þegar þær mæta Frakklandi í fyrsta leik liðsins á EM 2017 í Hollandi en leikurinn fer fram á Koning Willem II-vellinum í Tilburg. Íslenska liðið var í sömu stöðu á EM 2009 í Finnlandi þegar það komst fyrst á stórmót. Þá var fyrsti mótherjinn líka Frakkland. Stelpurnar okkar voru fullar sjálfstrausts fyrir þann leik og þær skoruðu fyrsta markið sem reyndist einnig síðasta mark liðsins á mótinu og aðeins eitt af þremur sem stelpurnar hafa skorað í sjö leikjum í lokakeppni. Sjálfstraustið var meira spenna og gleði yfir að vera komnar á stórmót. Líklega voru þær ekki alveg tilbúnar. Átta árum síðar fá stelpurnar okkar fullkomið tækifæri til að ná í óvænt úrslit og sýna Evrópu að þær séu reiðubúnari í slaginn núna en þær voru þá. Reynslan er mikil í liðinu og undirbúningurinn hefur snúist mikið um andlegu hliðina.Brosmildar landsliðskonur á æfingu í gær.Vísir/VilhelmTrúa á sigur „Ég var 18 ára á fyrsta mótinu okkar 2009. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn á móti Frakklandi. Ég man bara að við spiluðum ekki vel,“ segir fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir en hún sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. Sara er sú eina í hópnum sem hefur spilað alla leiki Íslands á EM. „Tilfinningarnar voru svo út um allt. Ég man bara að mér leið ekki vel eftir leikinn. Við lærðum samt mikið af mótinu. Við erum orðnar betri leikmenn og betra lið. Við erum reynslumiklar enda búnar að fara á tvö stórmót núna. Það er komin meiri reynsla í liðið núna og við erum orðnar miklu betri,“ segir Sara. Eins og fyrir átta árum eru stelpurnar fullar sjálfstrausts og hafa óbilandi trú á sjálfum sér. Og af hverju ekki? Liðið fór upp úr gríðarlega erfiðum riðli á EM 2013 fyrir fjórum árum og komst í átta liða úrslitin. Sjálfstraustið er ekkert annað en sjálfstraust núna og það skein úr augum Söru þegar franskur blaðamaður spurði hana hvort stelpurnar okkar tryðu því að þær gætu unnið Frakka. „Já, auðvitað. Þarftu einhver frekari svör? Þetta er einföld spurning. Maður getur alltaf unnið öll lið. Franska liðið er sigurstranglegra en við erum vel undirbúnar fyrir leikinn og mótið. Styrkur okkar er andlegi þátturinn og varnarleikurinn og viðhorfið. Ef allt þetta gengur upp þá getum við unnið þær,“ segir Sara Björk.Freyr Alexandersson, Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á blaðamannafundi í gær.Vísir/VilhelmFrábært varnarlið Franska liðið er eitt það besta í heimi í dag, númer þrjú á styrkleikalistanum og númer tvö í Evrópu. Á meðan íslenska liðið hefur átt í vandræðum með að skora að undanförnu fékk Frakkland ekki mark á sig í undankeppninni og er ósigrað í ellefu leikjum á árinu. Markaskorun gæti orðið vandamál annað kvöld. „Það hefur samt ekki vantað upp á færin hjá okkur. Þær frönsku eru með frábært varnarlið. Við þurfum að nýta þau færi sem við fáum. Við erum búin að vinna eins vel í þeim málum og kostur er á. Leikmennirnir eru eins tilbúnir og þeir verða til að takast á við færin sem við fáum,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari sem tilkynnti stelpunum byrjunarliðið klukkan 17.00 að staðartíma í gær. „Ég er handviss um að við stillum upp besta liðinu sem við getum mögulega sett. Það sem er búið að gerast er búið og þetta eru leikmennirnir sem ég valdi og hef úr að velja. Ég gæti ekki verið sáttari við undirbúninginn okkar. Við vitum allt um Frakkana þó þeir viti ekki allt um okkur. Við vitum hvernig við viljum spila leikinn,“ segir Freyr Alexandersson.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51 Enn þá hægt að fá miða á leiki Íslands á EM KSÍ verður með útibú í Hollandi þar sem hægt er að sækja miða og fá frekari upplýsingar. 17. júlí 2017 14:15 Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15 „Við virðum íslenska liðið“ Þjálfari franska landsliðsins býst við mikilli baráttu í leiknum á móti Íslandi á morgun. 17. júlí 2017 15:49 Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47 Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12 Foreldrar Önnu Bjarkar búnir að kaupa miða á úrslitaleikinn Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin, segir Margrét Geirsdóttir, föðursystir landsliðskonunnar. 17. júlí 2017 13:45 Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun Varaformaður KSÍ segir von á allt að þrjú þúsund Íslendingum á Frakkaleikinn. 17. júlí 2017 18:51
Enn þá hægt að fá miða á leiki Íslands á EM KSÍ verður með útibú í Hollandi þar sem hægt er að sækja miða og fá frekari upplýsingar. 17. júlí 2017 14:15
Mikið stress og Söru Björk leið ekki vel eftir Frakkaleikinn 2009 Ég var átján ára, á fyrsta mótinu okkar. Það var fyrsta mótið fyrir okkur allar. Það var rosalega hátt spennustig og við vorum stressaðar fyrir leikinn, segir landsliðsfyrirliðinn. 17. júlí 2017 17:15
„Við virðum íslenska liðið“ Þjálfari franska landsliðsins býst við mikilli baráttu í leiknum á móti Íslandi á morgun. 17. júlí 2017 15:49
Guðbjörg: Þær frönsku frekar hrokafullar að eðlisfari Því lélegri sem þær halda að við séum, því þægilegra finnst mér það, segir markvörður og varafyrirliði íslenska liðsins. 17. júlí 2017 16:47
Stelpurnar okkar æfðu á konungsvellinum í Tilburg Æfingin var fyrst og fremst nýtt til að leggja áherslu á andlega þáttinn. 17. júlí 2017 18:12
Foreldrar Önnu Bjarkar búnir að kaupa miða á úrslitaleikinn Maður finnur strax hitann og það léttist á manni brúnin, segir Margrét Geirsdóttir, föðursystir landsliðskonunnar. 17. júlí 2017 13:45
Rakel verður á bekknum en allar aðrar heilar fyrir Frakkaleikinn Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er búinn að tilkynna byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Frökkum í Tilburg á morgun. 17. júlí 2017 16:38