Fótbolti

Íslendingar verða í miklum meirihluta í stúkunni á morgun

Kolbeinn Tumi Daðason í Tilburg skrifar
Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, á von á hátt í þrjú þúsund Íslendingum á leikinn gegn Frökkum á morgun.
Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, á von á hátt í þrjú þúsund Íslendingum á leikinn gegn Frökkum á morgun. Vísir

Allt bendir til þess að Íslendingar verði í meirihluta í stúkunni í Tilburg á morgun þar sem stelpurnar okkar mæta Frökkum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í knattspyrnu.

Um 4700 miðar hafa verið seldir á leikinn á morgun en það eru fleiri áhorfendur en voru á öllum þremur leikjum Íslands í riðlakeppninni á EM í Svíþjóð fyrir fjórum árum.

Guðrún Inga Sívertsen, varaformaður KSÍ, var á undirbúningsfundi fyrir leikinn á keppnisleikvanginum í Tilburg í dag.

„Við eigum von á hátt í þrjú þúsund Íslendingum á leikinn á morgun,“ segir Guðrún Inga í samtali við fréttastofu.

„Þannig að við munum eiga stúkuna á morgun. Hún verður bara blá,“ segir varaformaðurinn en hitað verður upp fyrir leikinn á morgun á sérstöku fan-zone-i þar sem íslenskir listamann koma fram. Svæðið verður opið frá klukkan 13 og fram að leik en klukkan 17:30 byrja íslenskir listamann að troða upp. Glowie, Amabadama og Emmsjé Gauti.

„Svo verður skrúðganga hingað upp á völl. Það verður mikið  þetta verður mikill gleðidagur.“

Varaformaðurinn á von á íslenskum sigri.

„Að sjálfsögðu. Við erum hér til að gera okkar allra besta og vonandi fáum við einhver stig á morgun.“

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á FacebookTwitter og Snapchat (sport365).Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.