„Við virðum íslenska liðið“ Tómas Þór Þórðarson í Tilburg skrifar 17. júlí 2017 15:49 Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard. vísir/vilhelm Það var ekki beint sprengjum varpað á blaðamannafundi franska landsliðsins í Tilburg í dag þar sem Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard, leikmaður Lyon, sátu fyrir svörum. Franska liðið er eitt það líklegasta til að vinna mótið en það er stjörnum prýtt. Það hefur aftur á móti átt erfitt með að komast í úrslitaleikinn á EM. „Við erum meðvituð um að við höfum dottið út of snemma í síðustu mótum. Það verður erfitt að vinna þetta mót en við munum gera okkar besta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að vinna litlu úrslitaleikina í riðlinum á móti Íslandi, Sviss og Austuríki,“ sagði Renard. „Hugarfarið verður að vera gott hjá okkur. Ég veit ekki hvort við erum sigurstranglegri en Þýskaland. Það er sigurstranglegasta liðið enda vinnur það alltaf. Við viljum bara standa okkur sem best,“ bætti þjálfarinn við. Frakkland er mun sigurstranglegra en Ísland á morgun. Echouafni segir að sínar stúlkur munu þó ekki vanmeta íslenska liðið sem hann talaði vel um. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni þar sem það endaði fyrir ofan Skotland í sínum riðli. Við búumst við líkamlega sterku liði sem hleypur mikið. Ísland býr líka yfir mikilli reynslu og er með góða leikmenn sem spila fyrir góð lið. Ég vil að mitt lið berjist á móti Íslandi á morgun,“ sagði Oliver Echouafni. Þjálfarinn nefndi svo tvo leikmenn á nafn, önnur þeirra var líklega Hólmfríður Magnúsdóttir, þegar hann var að tala um reynsluna í íslenska liðinu en fjölmiðlafulltrúi Frakklands sleppti bara að þýða þann part af svarinu hjá Echouafni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15 „Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
Það var ekki beint sprengjum varpað á blaðamannafundi franska landsliðsins í Tilburg í dag þar sem Olivier Echouafni, þjálfari Frakklands, og miðvörðurinn Wendie Renard, leikmaður Lyon, sátu fyrir svörum. Franska liðið er eitt það líklegasta til að vinna mótið en það er stjörnum prýtt. Það hefur aftur á móti átt erfitt með að komast í úrslitaleikinn á EM. „Við erum meðvituð um að við höfum dottið út of snemma í síðustu mótum. Það verður erfitt að vinna þetta mót en við munum gera okkar besta. Það fyrsta sem við þurfum að gera er að vinna litlu úrslitaleikina í riðlinum á móti Íslandi, Sviss og Austuríki,“ sagði Renard. „Hugarfarið verður að vera gott hjá okkur. Ég veit ekki hvort við erum sigurstranglegri en Þýskaland. Það er sigurstranglegasta liðið enda vinnur það alltaf. Við viljum bara standa okkur sem best,“ bætti þjálfarinn við. Frakkland er mun sigurstranglegra en Ísland á morgun. Echouafni segir að sínar stúlkur munu þó ekki vanmeta íslenska liðið sem hann talaði vel um. „Við virðum íslenska liðið. Það spilaði vel í undankeppninni þar sem það endaði fyrir ofan Skotland í sínum riðli. Við búumst við líkamlega sterku liði sem hleypur mikið. Ísland býr líka yfir mikilli reynslu og er með góða leikmenn sem spila fyrir góð lið. Ég vil að mitt lið berjist á móti Íslandi á morgun,“ sagði Oliver Echouafni. Þjálfarinn nefndi svo tvo leikmenn á nafn, önnur þeirra var líklega Hólmfríður Magnúsdóttir, þegar hann var að tala um reynsluna í íslenska liðinu en fjölmiðlafulltrúi Frakklands sleppti bara að þýða þann part af svarinu hjá Echouafni.Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00 Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00 Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30 Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45 Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15 „Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Fleiri fréttir Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Sjá meira
EM í dag: Hollendingar að troða sér fram fyrir Okkar menn eru mættir til Hollands til að fylgja stelpunum okkar eftir hvert fótmál í EM-ævintýrinu. 17. júlí 2017 10:00
Skyggnst á bak við tjöldin á herbergisganginum með Dagnýju Brynjars Rakel Hönnu vildi ekki opna fyrir Söru Björk. Hvers vegna ætli það hafi verið? 17. júlí 2017 12:00
Ingibjörg: Partíið er ekki í herberginu hjá okkur Öglu Maríu Nýliðarnir tveir eru saman í herbergi á EM 2017 í Hollandi. 17. júlí 2017 12:30
Svona búa stelpurnar í Ermelo | Myndir Stelpurnar okkar njóta lífsins á lúxushóteli á meðan dvölinni í Hollandi á EM stendur. 17. júlí 2017 10:45
Stelpurnar spila á konunglegum velli á móti Frakklandi | Myndir Heimavöllur Willem II er völlurinn þar sem Ísland mætir Frakklandi í fyrsta leik sínum á EM á morgun. 17. júlí 2017 15:15
„Fan Zone“ í Tilburg | Íslenskt tónlistarfólk treður upp Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því franska í fyrsta leik sínum á EM í Hollandi annað kvöld. Leikurinn fer fram á Koning Willem II vellinum í Tilburg. 17. júlí 2017 13:15