Þórarinn Ingi um dýfurnar: Það þarf stundum að beita brögðum í þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2017 17:30 Þórarinn Ingi Valdimarsson. Vísir/Stefán Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar hans í FH unnu í gær gríðarlega mikilvægan sigur í Færeyjum sem tryggði FH sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn hefur FH-liðið verið gagnrýnt fyrir leikræna tilburði. Þórarinn Ingi skoraði seinna mark FH-liðsins á lokamínútunni í 2-0 sigri en fyrra markið skoraði Steven Lennon úr víti á 78. mínútu. Bæði mörkin komu í lokin þegar Víkingur úr Götu var að fara áfram á marki sínu í 1-1 jafntefli í Kaplakrika í fyrri leiknum. Þórarinn Ingi var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni í dag og ræddi meðal annars um leikaraskap FH-inga í þessum leik í Þórshöfn í gær. „Þetta var mjög þægilegt þegar við flugum út eða bara eins og að fljúga til Akureyrar. Heimleiðin var aðeins erfiðari. Við þurfum bara að kyngja því. Þetta er ekki eins og best verður á kosið en við verðum bara að sætta okkur við þetta og vinna úr því,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson í Akraborginni en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni frá Færeyjum til Íslands. FH þurfti að fljúga fyrst til Danmerkur, í vitlausa átt, til að komast heim. „Leikurinn í gær var svipaður og fyrri leikurinn. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og biðu eftir því að beita skyndisóknum á móti okkur. Við náðum að skapa okkur helling af færum áður en við brutum ísinn. Boltinn fór ekki inn fyrr en í lokin,“ sagði Þórarinn Ingi „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við sáum það í fyrri leiknum þegar við vorum að skapa okkur færi að við áttum góða möguleika. Þeirra lið er vel skipulagt en ég tel okkur vera með betra fótboltalið,“ sagði Þórarinn Ingi. Það er búið að vera bras á FH-liðinu í sumar og sjálfstraustið því örugglega ekki eins og það hefur verið undanfarin ár. „Það hefur ekki gengið sem skildi í deildinni en þessir Evrópuleikir eru leikir sem allir vilja spila. Við lögðum mikið á okkur í fyrra til að fá að spila þessa leiki. Það var því um að gera að kúpla sig frá hinu og njóta þess að spila. Við reynum síðan að taka það jákvæða með inn í deildina,“ sagði Þórarinn Ingi. Sigurinn í gær færði knattspyrnudeild FH í kringum 70 til 80 milljónir króna. „Við vitum að það er hellingur af peningum í Meistaradeildinni og við gerðum það sem við gátum til að skila þeim heim,“ sagði Þórarinn Ingi Hjörtur spurði Þórarinn Inga út dýfur FH-inga í þessum leik. FH-ingar voru duglegir að fara niður í grasið þegar Færeyingarnir voru að ýta við þeim. „Þeir voru búnir að vera að gefa okkur olnbogakot. Við vorum ekki búnir að vera að henda okkur niður en þegar við fengum þetta víti og eitt rautt spjald fór á loft þá sáum við von um að dómarinn myndi flagga fleirum. Það átti að vera rautt spjald þegar hann slær Pétur Viðars á miðjunni. Hann dæmir á það en gefur honum bara gult sem mér finnst ótrúlegt,“ sagði Þórarinn Ingi. „Það þarf að beita brögðum stundum í þessu til að fá smá ávinning,“ sagði Þórarinn Ingi en voru þeir að fara of auðveldlega niður. „Þú græðir yfirleitt ekkert á því að standa í fæturna. Því miður. Maður græðir ekkert á því þegar eitthvað svona er gert við mann og því um að gera að láta sig falla niður og sjá hvað gerist,“ sagði Þórarinn Ingi en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Þórarinn Ingi Valdimarsson og félagar hans í FH unnu í gær gríðarlega mikilvægan sigur í Færeyjum sem tryggði FH sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Eftir leikinn hefur FH-liðið verið gagnrýnt fyrir leikræna tilburði. Þórarinn Ingi skoraði seinna mark FH-liðsins á lokamínútunni í 2-0 sigri en fyrra markið skoraði Steven Lennon úr víti á 78. mínútu. Bæði mörkin komu í lokin þegar Víkingur úr Götu var að fara áfram á marki sínu í 1-1 jafntefli í Kaplakrika í fyrri leiknum. Þórarinn Ingi var gestur Hjartar Hjartasonar í Akraborginni í dag og ræddi meðal annars um leikaraskap FH-inga í þessum leik í Þórshöfn í gær. „Þetta var mjög þægilegt þegar við flugum út eða bara eins og að fljúga til Akureyrar. Heimleiðin var aðeins erfiðari. Við þurfum bara að kyngja því. Þetta er ekki eins og best verður á kosið en við verðum bara að sætta okkur við þetta og vinna úr því,“ sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson í Akraborginni en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn á leiðinni frá Færeyjum til Íslands. FH þurfti að fljúga fyrst til Danmerkur, í vitlausa átt, til að komast heim. „Leikurinn í gær var svipaður og fyrri leikurinn. Við vorum meira með boltann og þeir lágu til baka og biðu eftir því að beita skyndisóknum á móti okkur. Við náðum að skapa okkur helling af færum áður en við brutum ísinn. Boltinn fór ekki inn fyrr en í lokin,“ sagði Þórarinn Ingi „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við sáum það í fyrri leiknum þegar við vorum að skapa okkur færi að við áttum góða möguleika. Þeirra lið er vel skipulagt en ég tel okkur vera með betra fótboltalið,“ sagði Þórarinn Ingi. Það er búið að vera bras á FH-liðinu í sumar og sjálfstraustið því örugglega ekki eins og það hefur verið undanfarin ár. „Það hefur ekki gengið sem skildi í deildinni en þessir Evrópuleikir eru leikir sem allir vilja spila. Við lögðum mikið á okkur í fyrra til að fá að spila þessa leiki. Það var því um að gera að kúpla sig frá hinu og njóta þess að spila. Við reynum síðan að taka það jákvæða með inn í deildina,“ sagði Þórarinn Ingi. Sigurinn í gær færði knattspyrnudeild FH í kringum 70 til 80 milljónir króna. „Við vitum að það er hellingur af peningum í Meistaradeildinni og við gerðum það sem við gátum til að skila þeim heim,“ sagði Þórarinn Ingi Hjörtur spurði Þórarinn Inga út dýfur FH-inga í þessum leik. FH-ingar voru duglegir að fara niður í grasið þegar Færeyingarnir voru að ýta við þeim. „Þeir voru búnir að vera að gefa okkur olnbogakot. Við vorum ekki búnir að vera að henda okkur niður en þegar við fengum þetta víti og eitt rautt spjald fór á loft þá sáum við von um að dómarinn myndi flagga fleirum. Það átti að vera rautt spjald þegar hann slær Pétur Viðars á miðjunni. Hann dæmir á það en gefur honum bara gult sem mér finnst ótrúlegt,“ sagði Þórarinn Ingi. „Það þarf að beita brögðum stundum í þessu til að fá smá ávinning,“ sagði Þórarinn Ingi en voru þeir að fara of auðveldlega niður. „Þú græðir yfirleitt ekkert á því að standa í fæturna. Því miður. Maður græðir ekkert á því þegar eitthvað svona er gert við mann og því um að gera að láta sig falla niður og sjá hvað gerist,“ sagði Þórarinn Ingi en það má hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Í beinni: Chelsea - Djurgården | Formsatriði fyrir bláklædda Í beinni: Fiorentina - Real Betis | Félagar Alberts í úrslit þriðja árið í röð? Í beinni: Manchester United - Athletic Bilbao | Fara Djöflarnir í úrslit? Í beinni: Bodö/Glimt - Tottenham | Tekst Norsurunum hið ómögulega? Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Sjá meira
Fyrrverandi formenn fordæma framgöngu FH í Færeyjum Jóhannes Gunnarsson og Ólafur Arnarsson sammála um meintan leikaraskap FH-inga í Evrópuleik. 19. júlí 2017 16:10
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn