Maður féll í Gullfoss Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 17:40 Mikill viðbúnaður er við Gullfoss. vísir/magnús hlynur Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur Leit við Gullfoss Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur
Leit við Gullfoss Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira