Gott að fara til Rússlands núna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júlí 2017 07:00 Sverrir Ingi í leik með Granada. vísir/getty Sverrir Ingi Ingason staldraði stutt við á Spáni en hann gekk í gær í raðir rússneska félagsins Rostov sem leikur í efstu deild þar í landi. Sverrir Ingi spilaði síðari hluta nýliðins tímabils með Granada sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni. „Ég vissi að staðan hjá Granada var erfið þegar ég kom og var með klásúlu í mínum samningi sem ég gat nýtt mér til að semja við nýtt lið,“ sagði Sverrir Ingi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur í Austurríki þar sem Rostov er nú í æfingaferð. „Rostov og Granada unnu vel saman og komust að sanngjarnri niðurstöðu. Þetta tók ekki langan tíma en ég heyrði fyrst af áhuga Rostov fyrir tveimur vikum. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla fljótt,“ segir hann enn fremur.Vilja aftur í Evrópukeppni Rostov hafnaði í sjötta sæti rússnesku deildarinnar í vor en spilaði í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót og Evrópudeild UEFA eftir áramót, þar sem liðið féll úr leik eftir tap fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum. „Þeir lögðu allt í sölurnar í Evrópukeppninni og það bitnaði á genginu í deildinni, þar sem Rostov endaði í sjötta sæti. Liðið var bara einu stigi frá því að komast aftur í Evrópudeildina en markmiðið er að komast aftur þangað inn eftir að hafa fengið smjörþefinn af því,“ segir hann. Sverrir Ingi vildi komast í sterkari deild en B-deildina á Spáni og ákvað að stökkva á tilboðið þegar það kom frá Rússlandi. Fleiri lið höfðu áhuga en Rostov sýndi mestan áhuga. „Það skipti mig miklu máli hvað klúbburinn sótti þetta hart og það er litið á mig sem lykilmann í liðinu. Það er mikilvægt að fara til félags þar sem mér er ætlað stórt hlutverk og þeir virðast bera mikið traust til mín.“Fá nýjan leikvang Sverrir Ingi var í fríi á Ítalíu með fjölskyldu sinni en brá sér yfir til Austurríkis til að ganga frá samningum. Hann eyðir helginni með fjölskyldunni en fer svo aftur til móts við liðið og hefur æfingar með því. Deildarkeppnin í Rússlandi byrjar svo í júlí, tveimur vikum fyrr en vanalega, þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram þar í landi næsta sumar. Sverrir Ingi telur að þetta sé góður tímapunktur til að fara til Rússlands og var ekki smeykur við að taka það skref. „Mér líst vel á allt það sem félagið hafði fram að færa. Það er með góða sýn á framtíðina og verður spennandi að taka þátt í því.“ Rostov-on-Don verður ein af HM-borgum Rússlands og fær félagið nýjan leikvang sem verður vígður í desember. „Þetta er góður tími til að koma til Rússlands enda er verið að leggja mikið til knattspyrnunnar út af HM. Félagið sjálft hefur líka verið mjög vaxandi síðustu ár og hefur klúbburinn allt til alls.“Meðmæli frá Ragnari Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen léku báðir í Rússlandi á sínum tíma – Ragnar með Krasnodar sem er aðeins 200 km frá Rostov-on-Dan. „Ég talaði lengi við Ragga og hann fór yfir þetta allt saman með mér. Hann bar sjálfur góða sögu af dvöl sinni í Rússlandi og sagði að hann hefði ekki viljað sleppa þessari reynslu. Hann hjálpaði mér mikið í að taka þessa ákvörðun.“ Samningur Sverris gildir til næstu þriggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta verður hans fjórða félag í jafn mörgum löndum en hann hefur spilað með Viking í Noregi og Lokeren í Belgíu auk Granada. „Ég hef stundum stoppað stutt við og stundum lengur. Maður verður bara að taka eitt ár í einu í fótboltanum en ég er opinn fyrir því að vera í Rússlandi í einhvern tíma, styrkja minn feril og taka svo næsta skref eftir það.“ Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira
Sverrir Ingi Ingason staldraði stutt við á Spáni en hann gekk í gær í raðir rússneska félagsins Rostov sem leikur í efstu deild þar í landi. Sverrir Ingi spilaði síðari hluta nýliðins tímabils með Granada sem féll úr spænsku úrvalsdeildinni. „Ég vissi að staðan hjá Granada var erfið þegar ég kom og var með klásúlu í mínum samningi sem ég gat nýtt mér til að semja við nýtt lið,“ sagði Sverrir Ingi í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá staddur í Austurríki þar sem Rostov er nú í æfingaferð. „Rostov og Granada unnu vel saman og komust að sanngjarnri niðurstöðu. Þetta tók ekki langan tíma en ég heyrði fyrst af áhuga Rostov fyrir tveimur vikum. Eftir það byrjaði boltinn að rúlla fljótt,“ segir hann enn fremur.Vilja aftur í Evrópukeppni Rostov hafnaði í sjötta sæti rússnesku deildarinnar í vor en spilaði í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót og Evrópudeild UEFA eftir áramót, þar sem liðið féll úr leik eftir tap fyrir Manchester United í 16 liða úrslitum. „Þeir lögðu allt í sölurnar í Evrópukeppninni og það bitnaði á genginu í deildinni, þar sem Rostov endaði í sjötta sæti. Liðið var bara einu stigi frá því að komast aftur í Evrópudeildina en markmiðið er að komast aftur þangað inn eftir að hafa fengið smjörþefinn af því,“ segir hann. Sverrir Ingi vildi komast í sterkari deild en B-deildina á Spáni og ákvað að stökkva á tilboðið þegar það kom frá Rússlandi. Fleiri lið höfðu áhuga en Rostov sýndi mestan áhuga. „Það skipti mig miklu máli hvað klúbburinn sótti þetta hart og það er litið á mig sem lykilmann í liðinu. Það er mikilvægt að fara til félags þar sem mér er ætlað stórt hlutverk og þeir virðast bera mikið traust til mín.“Fá nýjan leikvang Sverrir Ingi var í fríi á Ítalíu með fjölskyldu sinni en brá sér yfir til Austurríkis til að ganga frá samningum. Hann eyðir helginni með fjölskyldunni en fer svo aftur til móts við liðið og hefur æfingar með því. Deildarkeppnin í Rússlandi byrjar svo í júlí, tveimur vikum fyrr en vanalega, þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram þar í landi næsta sumar. Sverrir Ingi telur að þetta sé góður tímapunktur til að fara til Rússlands og var ekki smeykur við að taka það skref. „Mér líst vel á allt það sem félagið hafði fram að færa. Það er með góða sýn á framtíðina og verður spennandi að taka þátt í því.“ Rostov-on-Don verður ein af HM-borgum Rússlands og fær félagið nýjan leikvang sem verður vígður í desember. „Þetta er góður tími til að koma til Rússlands enda er verið að leggja mikið til knattspyrnunnar út af HM. Félagið sjálft hefur líka verið mjög vaxandi síðustu ár og hefur klúbburinn allt til alls.“Meðmæli frá Ragnari Ragnar Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen léku báðir í Rússlandi á sínum tíma – Ragnar með Krasnodar sem er aðeins 200 km frá Rostov-on-Dan. „Ég talaði lengi við Ragga og hann fór yfir þetta allt saman með mér. Hann bar sjálfur góða sögu af dvöl sinni í Rússlandi og sagði að hann hefði ekki viljað sleppa þessari reynslu. Hann hjálpaði mér mikið í að taka þessa ákvörðun.“ Samningur Sverris gildir til næstu þriggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Þetta verður hans fjórða félag í jafn mörgum löndum en hann hefur spilað með Viking í Noregi og Lokeren í Belgíu auk Granada. „Ég hef stundum stoppað stutt við og stundum lengur. Maður verður bara að taka eitt ár í einu í fótboltanum en ég er opinn fyrir því að vera í Rússlandi í einhvern tíma, styrkja minn feril og taka svo næsta skref eftir það.“
Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Sjá meira