Enski boltinn

Tvö efstu liðin komin í búninga frá Nike

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leik Chelsea og Tottenham í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili.
Úr leik Chelsea og Tottenham í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili. vísir/getty
Liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, Chelsea og Tottenham, munu bæði spila í búningum frá Nike næsta vetur.

Chelsea hefur spilað í búningum frá Adidas frá árinu 2006 en gerði risasamning við Nike fyrir um ári.

Aðalbúningur Chelsea er að venju alblár en varabúningurinn er að þessu sinni hvítur.

Tottenham hefur leikið í búningum frá Under Armour undanfarin fimm ár en frá og með næsta tímabili spilað liðið í búningum frá Nike.

Tottenham-búningurinn er að vanda hvítur og blár. Varabúningurinn er dökkblár.

Með því að smella hér má lesa yfirferð Sky Sports á nýjum búningum liðanna í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×