Þetta eru Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Rosenborg, og Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Aalesund.
Matthías fékk 7,8 í meðaleinkunn fyrir frammistöðu sína í júní. Ísfirðingurinn skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í þremur deildarleikjum fyrir topplið Rosenborg í júní.
Matthías hefur alls skorað fimm mörk og gefið þrjár stoðsendingar í norsku úrvalsdeildinni og skorað sjö mörk í þremur bikarleikjum.
Matthías skoraði og lagði upp mark í 3-3 jafntefli gegn Kristiansund í gær og var valinn í lið 15. umferðar norsku úrvalsdeildarinnar hjá WhoScored. Björn Bergmann Siguarðarson var einnig í liði 15. umferðarinnar en hann var á skotskónum í 3-2 sigri Molde á Viking.
Daníel Leó spilaði þrjá leiki með Aalesund í júní. Einn þeirra vannst, einn tapaðist og einn endaði með jafntefli. Daníel Leó var valinn maður leiksins í 0-1 tapi fyrir Haugesund. Aalesund er í 5. sæti deildarinnar.
Lið 15. umferðarMånedens lag for juni ifølge @WhoScored pic.twitter.com/D8LwbVUQbI
— Helge Børresen (@heborres) July 4, 2017
Rundens lag ifølge @WhoScored pic.twitter.com/dp7MA51Fwh
— Helge Børresen (@heborres) July 4, 2017