Fótbolti

Sandra: Þetta var rætt á fyrsta fundi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Landsliðskonan Sandra María Jessen fékk að heyra það frá Andra Rúnari Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, eftir leik Breiðabliks og Þórs/KA á dögunum. Andri kallaði hana þá heilalausa.

Það sem fór svona í pirrurnar á Andra var að Sandra hafði „lækað“ færslu þar sem gagnrýnt var að markvörður Blika, Sonný Lára Þráinsdóttir, hefði verið valin í EM-hópinn en ekki markvörður Þórs/KA.

Andri baðst síðar afsökunar á því að hafa kallað hana heilalausa. Sandra vildi ekki gera mikið úr málinu er hún var spurð út í það fyrir landsliðsæfingu í morgun.

„Þetta er gleymt og grafið núna. Þetta mál er útkljáð. Það er allt í góðu á milli okkar Sonnýjar og ekkert sem við erum að einbeita okkur að. Við erum bara að hugsa um EM,“ segir Sandra María en málið var rætt innan landsliðsins.

„Þetta var rætt á fyrsta fundi er við ræddum um samfélagsmiðla. Þetta var tekið sem gott dæmi. Þetta er búið og gert. Það eru allir mjög góðir vinir og þetta var aldrei neitt vandamál.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×