Innlent

Vindmylla brennur í Þykkvabæ

Stefán Ó. Jónsson skrifar

Slökkvilið á Suðurlandi eru nú að störfum við vindmyllu fyrirtækisins BioKraft í Þykkvbæ sem stendur í ljósum logum.

Samkvæmt Brunavörnum Rangárvallasýslu kviknaði eldurinn í mótorhúsi vindmyllunnar í rúmlega 50 metra hæð.  

Brunavarnir Árnessýslu sendu körfubíl á vettvang. Mbl greindi fyrst frá og segir sjónarvottur að eldurinn sé í rénun. Þá hafi hluti fallið úr vindmyllunni.

Að sögn sjónarvotts er frekar leiðinlegt veður á svæðinu, rok og rigning. Svona var um að litast kl. 13:30.Vísir/Fannar Freyr Magnússon

BioKraft gangsetti tvær vindmyllur í Þykkvabæ í júlí árið 2014. Þær höfðu áður staðið í Þýskalandi.

Aðgerðir standa enn yfir.

Uppfært klukkan 13:25

Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, gerði ekki ráð fyrir öðru í samtali við Vísi en að eldinum yrði bara leyft að brenna út.

Körfubíllinn frá Árnessýslu sé ekki kominn á staðinn og ekki verði hætt á að senda menn inn í vindmylluna.

Hann segir að mótorhúsið sé að mestu brunnið utan af vélinni og að hann gerði ráð fyrir því að eldinn mætti rekja til olíu vélarinnar.

Slökkviliðsmenn virða fyrir sér vettvanginn.Vísir/Fannar Freyr Magnússon


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.