Jón Daði fær liðsfélaga úr óvæntri átt Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 14:45 Ruben Neves er kominn til Wolves mynd/getty Enska Championship-deildarliðið Wolverhampton Wanderers, sem Jón Daði Böðvarsson leikur með, hefur fest kaup á portúgalska miðjumanninum Ruben Neves. Neves er tvítugur og kemur frá portúgalska úrvalsdeildarliðinu Porto. Úlfarnir eru sagðir hafa borgað 15,8 milljónir punda fyrir Neves, og gerir það hann að dýrasta leikmanni liðsins frá upphafi. Wolves réðu nýjan knattspyrnustjóra á dögunum, Portúgalan Nuno Santo, en hann var knattspyrnustjóri Porto á síðasta tímabili. Neves er annar leikmaðurinn sem Nunu kaupir yfir til Úlfanna frá Porto, áður hafði hann keypt varnarmanninn Willy Boly. Árið 2015 varð Neves yngsti leikmaðurinn til að bera fyrirliðabandið í leik í Meistaradeild Evrópu, en hann var fyrirliði Porto í leik gegn Maccabi Tel Aviv. Hann spilaði 17 leiki fyrir Porto á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.Nuno Santos hefur verið ráðinn þjálfari Wolvesmynd/gettyFélagaskipti Neves hafa vakið undrun margra í knattspyrnuheiminum og kallar Dean Jones hjá Bleacher report þetta þau félagaskipti sem hafa komið mest á óvart allra í sumar. Hann segir í grein sinni að fyrir nokkrum mánuðum hafi allt litið út fyrir að Chelsea, Arsenal og Liverpool myndu slást um leikmanninn og verðmiðinn gæti orðið allt að 30 milljónir punda. Jones kryfur félagaskiptin til mergjar í grein sinni þar sem hann minnist á að Neves hafi verið einn efnilegasti leikmaður Portúgals, en frægðarljómi hans hafi dofnað á síðasta tímabili því leikstíllinn sem Porto lagði upp með hafi ekki hentað honum. Það mun koma í ljós hvort að leikstíll Wolves muni henta Neves betur, spurning hvort Nuno muni koma með sama skipulag til Englands eins og hann lét Porto spila á síðasta tímabili. Eins og áður sagði þá spilar íslenski framherjinn Jón Daði Böðvarsson með enska liðinu og er hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Jón Daði vakti meðal annars mikla lukku hjá einni átta ára stelpu þegar hann sendi henni kort í tilefni afmælis hennar í vikunni. Pabbi stelpunnar þakkaði honum kærlega fyrir á Twitter í vikunni.What a legend @jondadi is. Sent my daughter a birthday card #wwfcpic.twitter.com/bNC5lo3U1L — Shaun Pritchard (@primgem) July 5, 2017 Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Enska Championship-deildarliðið Wolverhampton Wanderers, sem Jón Daði Böðvarsson leikur með, hefur fest kaup á portúgalska miðjumanninum Ruben Neves. Neves er tvítugur og kemur frá portúgalska úrvalsdeildarliðinu Porto. Úlfarnir eru sagðir hafa borgað 15,8 milljónir punda fyrir Neves, og gerir það hann að dýrasta leikmanni liðsins frá upphafi. Wolves réðu nýjan knattspyrnustjóra á dögunum, Portúgalan Nuno Santo, en hann var knattspyrnustjóri Porto á síðasta tímabili. Neves er annar leikmaðurinn sem Nunu kaupir yfir til Úlfanna frá Porto, áður hafði hann keypt varnarmanninn Willy Boly. Árið 2015 varð Neves yngsti leikmaðurinn til að bera fyrirliðabandið í leik í Meistaradeild Evrópu, en hann var fyrirliði Porto í leik gegn Maccabi Tel Aviv. Hann spilaði 17 leiki fyrir Porto á síðasta tímabili og skoraði eitt mark.Nuno Santos hefur verið ráðinn þjálfari Wolvesmynd/gettyFélagaskipti Neves hafa vakið undrun margra í knattspyrnuheiminum og kallar Dean Jones hjá Bleacher report þetta þau félagaskipti sem hafa komið mest á óvart allra í sumar. Hann segir í grein sinni að fyrir nokkrum mánuðum hafi allt litið út fyrir að Chelsea, Arsenal og Liverpool myndu slást um leikmanninn og verðmiðinn gæti orðið allt að 30 milljónir punda. Jones kryfur félagaskiptin til mergjar í grein sinni þar sem hann minnist á að Neves hafi verið einn efnilegasti leikmaður Portúgals, en frægðarljómi hans hafi dofnað á síðasta tímabili því leikstíllinn sem Porto lagði upp með hafi ekki hentað honum. Það mun koma í ljós hvort að leikstíll Wolves muni henta Neves betur, spurning hvort Nuno muni koma með sama skipulag til Englands eins og hann lét Porto spila á síðasta tímabili. Eins og áður sagði þá spilar íslenski framherjinn Jón Daði Böðvarsson með enska liðinu og er hann í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Jón Daði vakti meðal annars mikla lukku hjá einni átta ára stelpu þegar hann sendi henni kort í tilefni afmælis hennar í vikunni. Pabbi stelpunnar þakkaði honum kærlega fyrir á Twitter í vikunni.What a legend @jondadi is. Sent my daughter a birthday card #wwfcpic.twitter.com/bNC5lo3U1L — Shaun Pritchard (@primgem) July 5, 2017
Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira