Árni Vilhjálmsson kom af bekknum á sjöttu mínútu uppbótartíma í 1-1 jafntefli Jönköpings og Östersunds í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Norður-Írinn Daryl Smylie skoraði mark Jönköpings á 73. mínútu leiksins.
Jönköpings er í neðri hluta sænsku úrvalsdeildarinnar, í tólfta sæti með 17 stig. Jafntefli gerir ekki mikið fyrir liðið, það er sjö stigum frá fallsæti eftir 14 leiki.
Íslendingurinn Haukur Heiðar Hauksson er á mála hjá sænska liðinu AIK, en hann er frá keppni vegna meiðsla.
Lið hans sigraði Kalmar 1-0 á útivelli í dag og lyfti liðið sér upp í fjórða sæti deildarinnar.
Jafntefli hjá Jönköpings

Tengdar fréttir

Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra
Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok.

Hammarby á góðri siglingu
Íslendingaliðið Hammarby heldur áfram að gera það gott í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Norrköping tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni
Norrköping missti af tækifærinu að jafna Malmö að stigum á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta þegar liðið tapaði 4-2 fyrir Örebro í dag.

Arnór lagði upp bæði mörk Hammarby
Arnór Smárason lagði upp bæði mörk Hammarby í 2-2 jafntefli gegn Jönköpings Södra í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.