Gætu átt von háum dagsektum vegna gjaldtökunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júní 2017 19:05 Gjaldtakan við Hraunfossa var ekki heimiluð af Umhverfisstofnun, en um er að ræða friðlýst svæði. vísir/vilhelm Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur. Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur.
Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00