Gætu átt von háum dagsektum vegna gjaldtökunnar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. júní 2017 19:05 Gjaldtakan við Hraunfossa var ekki heimiluð af Umhverfisstofnun, en um er að ræða friðlýst svæði. vísir/vilhelm Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur. Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Landeigendum við Hraunfossa í Hvítársíðu er ekki heimilt að innheimta gjald að bílastæðinu líkt og fyrirhugað er, að sögn Umhverfisstofnunar. Þeir gætu átt yfir höfði sér sektir upp á allt að 500 þúsund krónur á dag. Landeigendurnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem þeir tilkynntu að frá og með morgundeginum yrði innheimt aðstöðugjald á bílastæðinu við Hraunfossa. Markmiðið sé að bæta aðstöðu við fossana.Stangast á við lög Ólafur Á. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir gjaldtökuna brjóta í bága við lög. Um sé að ræða friðlýst svæði og því megi ekki innheimta gjald nema að fengnu leyfi stofnunarinnar. „Það þarf að liggja fyrir umsjónarsamningur milli Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila þar sem meðal annars er fjallað um gjaldtöku. Það er líka ljóst það sem kemur fram í náttúruverndarlögum að fjármunirnir sem eru innheimtir eru nýttir til rekstrar og uppbyggingar á svæðinu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann ekkert samráð hafa verið haft við stofnunina. „Umhverfisstofnun fékk veður af því í síðustu viku að þeir hygðust hefja gjaldtöku um síðustu helgi. Við höfðum samband við þá og bentum þeim á að þetta kynni að stangast á við lög og þá virtist vera sem þeir hefðu látið af þeim fyrirætlunum. En núna virðast þeir ætla að halda sínu striki.“ Ólafur segir að formlegt bréf hafi verið sent landeigendum þar sem fram komi að Umhverfisstofnun hafi heimild til þess að beita dagsektum vegna málsins. Stofnunin muni nú fylgjast með framvindu mála og bregðast í kjölfarið við með viðeigandi hætti. Fréttastofa hefur ekki náð tali af landeigendum og því óljóst hvort af gjaldtökunni verði. Samkvæmt tilkynningu þeirra í gær verður gjald fyrir 50 manna rútu 6.000 krónur.
Tengdar fréttir Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Hefja gjaldtöku við Hraunfossa Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana. 30. júní 2017 06:00