Glódís Perla: „Þú getur breytt þessu flugi heim“ | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2017 09:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á EM 2017 18. júlí þegar þær mæta stórliði Frakklands. Þær kvöddu þjóðina í síðustu viku þegar nýtt áhorfendamet var sett á leik Íslands og Brasilíu á Laugardalsvellinum. Glódís Perla Viggósdóttir, 21 árs gamall miðvörður íslenska liðsins, hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykilmaður landsliðsins um árabil en hún fór einnig með til Svíþjóðar á EM 2013 fyrir fjórum árum.Sjá einnig:Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í viðtalsþættinum 1á1 sem frumsýndur var á föstudaginn á Stöð 2 Sport HD. Í sumar verður styttri útgáfa af þættinum sýnd á mánudögum eftir fréttir sem hluti af Ísland í sumar. Í þættinum ræddi Glódís Perla fjölmiðlaumhverfið í kringum landsliðið og hvernig Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur verið að undirbúa stelpurnar fyrir það áreiti sem búast má í Hollandi.Glódís Perla Viggósdóttir er lykilmaður í íslenska landsliðinu.vísir/eyþórMunum fara upp og niður „Mér finnst mjög gott hvað fjölmiðlarnir hérna heima eru að sýna okkur mikinn áhuga því það mun skila sér þegar við förum út. Þar verður áreiti sem við verðum að geta ýtt frá okkur á réttum stundum,“ segir Glódís Perla. „Það er frábært að leikmenn sem eru að koma inn núna verða vanar þessu strax af því að það mun skipta máli á EM að geta stjórnar áreiti og tilfinningum okkar því við munum fara upp og niður og út um allt með tilfinningarnar. Maður verður að geta farið bara inn á herbergi og hætt að pæla í öllu því sem fólk er að segja um mann. Maður verður að geta slakað á og notið þess að vera þarna.“ Íslenska liðið er í mjög erfiðum riðli með Frakklandi, Sviss og Austurríki og verður snúið fyrir stelpurnar okkar að komast í 8 liða úrslitin en það er samt sem áður takmarkið. „Það skiptir engu máli á móti hverjum við erum að spila eða hvað mótherjarnir heita. Ef við erum að spila með hjartað 100 prósent inn á vellinum þá eigum við að geta unnið hvern sem er. Ég veit að við munum mæta tilbúnar í fyrsta leik á móti Frökkum,“ segir Glódís. Tómas Þór verður fréttamaður 365 á EM 2017 og á skráð flug heim 27. júlí, degi eftir að Ísland spilar síðasta leikinn í riðlinum á móti Austurríki. Fluginu er þó að sjálfsögðu hægt að breyta ef stelpurnar komast áfram. „Þú getur breytt því,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Allt innslagið úr Ísland í sumar má sjá hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira
Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Glódís Perla Viggósdóttir hefur nóg fyrir sig en vonast til að launin hækki jafnt og þétt í kvennafótboltanum. 16. júní 2017 19:00