Innlent

Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR.
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. Vísir/Ernir
Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR.

Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunni og mælist með með 24,9 prósent fylgi sem er 0,7 prósentustigum minna en í síðustu könnun en þá mældist flokkurinn með 25,6 prósent.

Vinstri græn mælast með næst mest fylgi eða 20,6 prósent og minnka einnig við sig frá síðustu könnun þegar þau mældust með 21,4 prósent.

Píratar mælast með 13,7 prósent fylgi, Framsókn með 13,4 prósent, Samfylkingin með 11,3 prósent og Viðreisn með 5,2 prósent.

Flokkur fólksins mælist með 3,6% og Björt framtíð með 2,9%. Aðrir flokkar mældust með 4,4%

Stuðningur við ríkisstjórnina lækkaði á milli mælinga. Alls sögðust 30,9% styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 31,4% í síðustu könnun sem framkvæmd var í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×