Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. júní 2017 11:00 Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna. vísir/stefán Skýrsla Hannesar Hólmsteins, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 verður kynnt 8. október. Að sögn forstöðumanns Félagsvísindastofnunnar, Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, er skýrslan í yfirlestri. „Hann sagði við mig fyrir stuttu síðan að þetta væri komið í yfirlestur. Hann er búinn að gefa fólki kost á því að gera athugasemdir,“ segir Guðbjörg í samtali við Vísi.Kostnaðurinn sá sami Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Skýrslan er unnin fyrir fjármálaráðuneytið sem gerði samning við Félagsvísindastofnun um gerð skýrslunnar. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna.Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður félagsvísindastofnunar.Háskóli Íslands„Það er von á skýrslunni bráðlega. Ólíkt ýmsum skýrslum, sem rannsóknarnefndir Alþingis tóku að sér, eru greiðslur ekki breytilegar, svo að töfin á skilum hefur ekki valdið neinum aukakostnaði. Skýrslan mun kosta 10 millj. kr. eins og samið var um. Ég hef ekki fengið neitt greitt fyrir skýrsluna og mun ekki fá, heldur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,“ segir Hannes í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Guðbjörg Andrea segir að greiðslur fyrir skýrsluna renni til Rannsóknarseturs í stjórnmálum og efnahagsmálum sem heyri undir Félagsvísindastofnun. Að sögn Guðbjargar eru fleiri að vinna að þessu verkefni með Hannesi og nefnir meðal annars Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEiríkur segir að hann sé ekki að vinna að skýrslunni sjálfri heldur að annarri skýrslu um Icesave deiluna, sem tengist verkefninu að því leyti að verið sé að skoða erlend áhrif á hrunið.Skýrsla Eiríks hefur verið birt og í henni kemur fram að hún hafi verið styrkt af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í gegnum rannsóknarverkefni um erlend áhrif bankahrunsins. Eiríkur býst við því að Hannes muni nýta skýrsluna um Icesave sem heimild í sinni skýrslu. Facebookfærsla Hannesar þar sem hann tekur fram að fyrirlesturinn sé byggður á skýrslu sem hann vann um norrænu leiðirnar sem sé byggð á skýrslu hans um hrunið.SkjáskotKynnir niðurstöður á ráðstefnum Hannes tók þátt í ráðstefnu í apríl á Havaí á vegum Sambands um einkarekstur í skólakerfinu (The Association of Private Enterprise Education ) og fjallaði þar um norræna kerfið og velgengni þess. Hannes greindi frá því í færslu á Facebook í febrúar að fyrirlesturinn væri að mestu leyti saminn upp úr skýrslu hans fyrir fjármálaráðuneytið. Hann staðfestir þó að hann haldi reglulega kynningar á rannsókninni erlendis. Í skriflegu svari segist Hannes ekki hafa fjallað sérstaklega um niðurstöður skýrslunnar á þeirri ráðstefnu. „En ég hef kynnt margar niðurstöður mínar í rannsókninni á bankahruninu á öðrum ráðstefnum erlendis og hérlendis. Til dæmis kynnti ég nokkrar niðurstöður á ráðstefnu í Búdapest að viðstöddum fyrrv. fjármálaráðherra Bretlands, Lamont lávarði, og baðst hann afsökunar á beitingu hryðjuverkalaganna,“ segir Hannes. Hann bendir jafnframt á að hægt sé að nálgast fyrirlestra hans inn á heimasíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt. Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Skýrsla Hannesar Hólmsteins, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 verður kynnt 8. október. Að sögn forstöðumanns Félagsvísindastofnunnar, Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, er skýrslan í yfirlestri. „Hann sagði við mig fyrir stuttu síðan að þetta væri komið í yfirlestur. Hann er búinn að gefa fólki kost á því að gera athugasemdir,“ segir Guðbjörg í samtali við Vísi.Kostnaðurinn sá sami Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Skýrslan er unnin fyrir fjármálaráðuneytið sem gerði samning við Félagsvísindastofnun um gerð skýrslunnar. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna.Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður félagsvísindastofnunar.Háskóli Íslands„Það er von á skýrslunni bráðlega. Ólíkt ýmsum skýrslum, sem rannsóknarnefndir Alþingis tóku að sér, eru greiðslur ekki breytilegar, svo að töfin á skilum hefur ekki valdið neinum aukakostnaði. Skýrslan mun kosta 10 millj. kr. eins og samið var um. Ég hef ekki fengið neitt greitt fyrir skýrsluna og mun ekki fá, heldur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,“ segir Hannes í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Guðbjörg Andrea segir að greiðslur fyrir skýrsluna renni til Rannsóknarseturs í stjórnmálum og efnahagsmálum sem heyri undir Félagsvísindastofnun. Að sögn Guðbjargar eru fleiri að vinna að þessu verkefni með Hannesi og nefnir meðal annars Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEiríkur segir að hann sé ekki að vinna að skýrslunni sjálfri heldur að annarri skýrslu um Icesave deiluna, sem tengist verkefninu að því leyti að verið sé að skoða erlend áhrif á hrunið.Skýrsla Eiríks hefur verið birt og í henni kemur fram að hún hafi verið styrkt af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í gegnum rannsóknarverkefni um erlend áhrif bankahrunsins. Eiríkur býst við því að Hannes muni nýta skýrsluna um Icesave sem heimild í sinni skýrslu. Facebookfærsla Hannesar þar sem hann tekur fram að fyrirlesturinn sé byggður á skýrslu sem hann vann um norrænu leiðirnar sem sé byggð á skýrslu hans um hrunið.SkjáskotKynnir niðurstöður á ráðstefnum Hannes tók þátt í ráðstefnu í apríl á Havaí á vegum Sambands um einkarekstur í skólakerfinu (The Association of Private Enterprise Education ) og fjallaði þar um norræna kerfið og velgengni þess. Hannes greindi frá því í færslu á Facebook í febrúar að fyrirlesturinn væri að mestu leyti saminn upp úr skýrslu hans fyrir fjármálaráðuneytið. Hann staðfestir þó að hann haldi reglulega kynningar á rannsókninni erlendis. Í skriflegu svari segist Hannes ekki hafa fjallað sérstaklega um niðurstöður skýrslunnar á þeirri ráðstefnu. „En ég hef kynnt margar niðurstöður mínar í rannsókninni á bankahruninu á öðrum ráðstefnum erlendis og hérlendis. Til dæmis kynnti ég nokkrar niðurstöður á ráðstefnu í Búdapest að viðstöddum fyrrv. fjármálaráðherra Bretlands, Lamont lávarði, og baðst hann afsökunar á beitingu hryðjuverkalaganna,“ segir Hannes. Hann bendir jafnframt á að hægt sé að nálgast fyrirlestra hans inn á heimasíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt.
Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00
Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00