Skýrsla Hannesar Hólmsteins kynnt í október Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. júní 2017 11:00 Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna. vísir/stefán Skýrsla Hannesar Hólmsteins, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 verður kynnt 8. október. Að sögn forstöðumanns Félagsvísindastofnunnar, Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, er skýrslan í yfirlestri. „Hann sagði við mig fyrir stuttu síðan að þetta væri komið í yfirlestur. Hann er búinn að gefa fólki kost á því að gera athugasemdir,“ segir Guðbjörg í samtali við Vísi.Kostnaðurinn sá sami Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Skýrslan er unnin fyrir fjármálaráðuneytið sem gerði samning við Félagsvísindastofnun um gerð skýrslunnar. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna.Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður félagsvísindastofnunar.Háskóli Íslands„Það er von á skýrslunni bráðlega. Ólíkt ýmsum skýrslum, sem rannsóknarnefndir Alþingis tóku að sér, eru greiðslur ekki breytilegar, svo að töfin á skilum hefur ekki valdið neinum aukakostnaði. Skýrslan mun kosta 10 millj. kr. eins og samið var um. Ég hef ekki fengið neitt greitt fyrir skýrsluna og mun ekki fá, heldur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,“ segir Hannes í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Guðbjörg Andrea segir að greiðslur fyrir skýrsluna renni til Rannsóknarseturs í stjórnmálum og efnahagsmálum sem heyri undir Félagsvísindastofnun. Að sögn Guðbjargar eru fleiri að vinna að þessu verkefni með Hannesi og nefnir meðal annars Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEiríkur segir að hann sé ekki að vinna að skýrslunni sjálfri heldur að annarri skýrslu um Icesave deiluna, sem tengist verkefninu að því leyti að verið sé að skoða erlend áhrif á hrunið.Skýrsla Eiríks hefur verið birt og í henni kemur fram að hún hafi verið styrkt af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í gegnum rannsóknarverkefni um erlend áhrif bankahrunsins. Eiríkur býst við því að Hannes muni nýta skýrsluna um Icesave sem heimild í sinni skýrslu. Facebookfærsla Hannesar þar sem hann tekur fram að fyrirlesturinn sé byggður á skýrslu sem hann vann um norrænu leiðirnar sem sé byggð á skýrslu hans um hrunið.SkjáskotKynnir niðurstöður á ráðstefnum Hannes tók þátt í ráðstefnu í apríl á Havaí á vegum Sambands um einkarekstur í skólakerfinu (The Association of Private Enterprise Education ) og fjallaði þar um norræna kerfið og velgengni þess. Hannes greindi frá því í færslu á Facebook í febrúar að fyrirlesturinn væri að mestu leyti saminn upp úr skýrslu hans fyrir fjármálaráðuneytið. Hann staðfestir þó að hann haldi reglulega kynningar á rannsókninni erlendis. Í skriflegu svari segist Hannes ekki hafa fjallað sérstaklega um niðurstöður skýrslunnar á þeirri ráðstefnu. „En ég hef kynnt margar niðurstöður mínar í rannsókninni á bankahruninu á öðrum ráðstefnum erlendis og hérlendis. Til dæmis kynnti ég nokkrar niðurstöður á ráðstefnu í Búdapest að viðstöddum fyrrv. fjármálaráðherra Bretlands, Lamont lávarði, og baðst hann afsökunar á beitingu hryðjuverkalaganna,“ segir Hannes. Hann bendir jafnframt á að hægt sé að nálgast fyrirlestra hans inn á heimasíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt. Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Sjá meira
Skýrsla Hannesar Hólmsteins, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 verður kynnt 8. október. Að sögn forstöðumanns Félagsvísindastofnunnar, Guðbjargar Andreu Jónsdóttur, er skýrslan í yfirlestri. „Hann sagði við mig fyrir stuttu síðan að þetta væri komið í yfirlestur. Hann er búinn að gefa fólki kost á því að gera athugasemdir,“ segir Guðbjörg í samtali við Vísi.Kostnaðurinn sá sami Hannes átti upphaflega að skila skýrslunni í júlí 2015. Skýrslan er unnin fyrir fjármálaráðuneytið sem gerði samning við Félagsvísindastofnun um gerð skýrslunnar. Hann segir að töf á skilum hafi ekki breytt kostnaði við skýrsluna.Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður félagsvísindastofnunar.Háskóli Íslands„Það er von á skýrslunni bráðlega. Ólíkt ýmsum skýrslum, sem rannsóknarnefndir Alþingis tóku að sér, eru greiðslur ekki breytilegar, svo að töfin á skilum hefur ekki valdið neinum aukakostnaði. Skýrslan mun kosta 10 millj. kr. eins og samið var um. Ég hef ekki fengið neitt greitt fyrir skýrsluna og mun ekki fá, heldur Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands,“ segir Hannes í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Guðbjörg Andrea segir að greiðslur fyrir skýrsluna renni til Rannsóknarseturs í stjórnmálum og efnahagsmálum sem heyri undir Félagsvísindastofnun. Að sögn Guðbjargar eru fleiri að vinna að þessu verkefni með Hannesi og nefnir meðal annars Eirík Bergmann, stjórnmálafræðing.Eiíkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/EyþórEiríkur segir að hann sé ekki að vinna að skýrslunni sjálfri heldur að annarri skýrslu um Icesave deiluna, sem tengist verkefninu að því leyti að verið sé að skoða erlend áhrif á hrunið.Skýrsla Eiríks hefur verið birt og í henni kemur fram að hún hafi verið styrkt af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í gegnum rannsóknarverkefni um erlend áhrif bankahrunsins. Eiríkur býst við því að Hannes muni nýta skýrsluna um Icesave sem heimild í sinni skýrslu. Facebookfærsla Hannesar þar sem hann tekur fram að fyrirlesturinn sé byggður á skýrslu sem hann vann um norrænu leiðirnar sem sé byggð á skýrslu hans um hrunið.SkjáskotKynnir niðurstöður á ráðstefnum Hannes tók þátt í ráðstefnu í apríl á Havaí á vegum Sambands um einkarekstur í skólakerfinu (The Association of Private Enterprise Education ) og fjallaði þar um norræna kerfið og velgengni þess. Hannes greindi frá því í færslu á Facebook í febrúar að fyrirlesturinn væri að mestu leyti saminn upp úr skýrslu hans fyrir fjármálaráðuneytið. Hann staðfestir þó að hann haldi reglulega kynningar á rannsókninni erlendis. Í skriflegu svari segist Hannes ekki hafa fjallað sérstaklega um niðurstöður skýrslunnar á þeirri ráðstefnu. „En ég hef kynnt margar niðurstöður mínar í rannsókninni á bankahruninu á öðrum ráðstefnum erlendis og hérlendis. Til dæmis kynnti ég nokkrar niðurstöður á ráðstefnu í Búdapest að viðstöddum fyrrv. fjármálaráðherra Bretlands, Lamont lávarði, og baðst hann afsökunar á beitingu hryðjuverkalaganna,“ segir Hannes. Hann bendir jafnframt á að hægt sé að nálgast fyrirlestra hans inn á heimasíðu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt.
Tengdar fréttir Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00 Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Sjá meira
Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor átti að skila skýrslu sumarið 2015 um erlend áhrif bankahrunsins. Skýrslan hefur enn ekki borist. 4. febrúar 2017 07:00
Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, hellir sér út í ferðamannabransann og sendir frá sér þrjár Íslendingasögur á ensku. Helsta vandann við Íslendingasögur segir Hannes vera að þær séu of langar með of mörgum ættartölum. 19. júní 2017 07:00