Ekkert bólar á skýrslu Hannesar um hrunið Sveinn Arnarsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ekki skilað til fjármálaráðuneytis skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem hann átti að vera búinn með í júlí árið 2015. Samt sem áður hefur 7,5 milljónum króna verið varið í gerð skýrslunnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun sumarið 2014 um að rannsaka erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Átti gerð skýrslunnar að kosta tíu milljónir króna og verki að ljúka í júlí 2015. Höfundurinn var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands. Greiða átti fyrir skýrsluna í fjórum jöfnum greiðslum. „Greiddar hafa verið 7,5 milljónir vegna verkefnisins í samræmi við samninginn. Samkvæmt honum er áætluð lokagreiðsla, 2,5 milljónir króna, þegar lokaskýrslu er skilað,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjármálaráðuneytið veit ekki enn hvenær skýrslan mun berast ráðuneytinu þrátt fyrir þessa 18 mánaða töf. Tafir á birtingu skýrslna úr fjármálaráðuneytinu hafa verið gagnrýndar nokkuð síðustu vikur eftir að tvær skýrslur voru birtar á vef ráðuneytisins eftir áramót sem tilbúnar voru fyrir kosningar í október síðastliðnum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segir þessa skýrslu augljóslega gerða í pólitískum tilgangi og setur spurningarmerki við að almannafé sé varið á þennan hátt. „Þegar fjármálaráðherra sér sér fært að mæta til Alþingis eftir frí í Austurríki er margt sem hann þarf að svara fyrir og bætir heldur í þann lista,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG. „Fyrst ber að nefna drátt aflandsskýrslunnar en einnig þarf að ræða efni þeirrar skýrslu. Að auki þarf hann að svara fyrir það af hverju skýrslan um skuldalækkun var geymd í ráðuneytinu fram yfir kosningar,“ bætir Svandís við. „Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni. Ein ástæðan er, að beðið var eftir birtingu og afhendingu skjala frá Bretlandi. Önnur er, að sumir erlendir viðmælendur voru önnum kafnir og gáfu ekki kost á sér nema með margra mánaða fyrirvara,“ segir í svari Hannesar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann segir þriðju ástæðuna vera lélegt aðgengi að skjölum á Íslandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur ekki skilað til fjármálaráðuneytis skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem hann átti að vera búinn með í júlí árið 2015. Samt sem áður hefur 7,5 milljónum króna verið varið í gerð skýrslunnar. Fjármála- og efnahagsráðuneytið gerði samning við Félagsvísindastofnun sumarið 2014 um að rannsaka erlenda áhrifaþætti bankahrunsins. Átti gerð skýrslunnar að kosta tíu milljónir króna og verki að ljúka í júlí 2015. Höfundurinn var Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla íslands. Greiða átti fyrir skýrsluna í fjórum jöfnum greiðslum. „Greiddar hafa verið 7,5 milljónir vegna verkefnisins í samræmi við samninginn. Samkvæmt honum er áætluð lokagreiðsla, 2,5 milljónir króna, þegar lokaskýrslu er skilað,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Fjármálaráðuneytið veit ekki enn hvenær skýrslan mun berast ráðuneytinu þrátt fyrir þessa 18 mánaða töf. Tafir á birtingu skýrslna úr fjármálaráðuneytinu hafa verið gagnrýndar nokkuð síðustu vikur eftir að tvær skýrslur voru birtar á vef ráðuneytisins eftir áramót sem tilbúnar voru fyrir kosningar í október síðastliðnum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, segir þessa skýrslu augljóslega gerða í pólitískum tilgangi og setur spurningarmerki við að almannafé sé varið á þennan hátt. „Þegar fjármálaráðherra sér sér fært að mæta til Alþingis eftir frí í Austurríki er margt sem hann þarf að svara fyrir og bætir heldur í þann lista,“ segir Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG. „Fyrst ber að nefna drátt aflandsskýrslunnar en einnig þarf að ræða efni þeirrar skýrslu. Að auki þarf hann að svara fyrir það af hverju skýrslan um skuldalækkun var geymd í ráðuneytinu fram yfir kosningar,“ bætir Svandís við. „Til þess eru margar ástæður, að vinnan við þessa skýrslu hefur tafist, en alls ekki sú, að slegið hafi verið slöku við í rannsókninni. Ein ástæðan er, að beðið var eftir birtingu og afhendingu skjala frá Bretlandi. Önnur er, að sumir erlendir viðmælendur voru önnum kafnir og gáfu ekki kost á sér nema með margra mánaða fyrirvara,“ segir í svari Hannesar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann segir þriðju ástæðuna vera lélegt aðgengi að skjölum á Íslandi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira