Styttri Íslendingasögur frá Hannesi Hólmsteini Benedikt Bóas skrifar 19. júní 2017 07:00 Hannes Hólmsteinn Gissurarson tekur þátt í ferðamannagleðinni og fræðir þá um Íslendingasögurnar í stuttum og hnitmiðuðum bókum. Vísir/Stefán „Þetta er eitthvað sem ég geri í tómstundum og finnst mjög gaman,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hannes hefur þýtt þrjár Íslendingasögur yfir á ensku. Þær eru Laxdæla, Egils saga og Njáls saga. Bókin Elves and Hidden People: Twelve Icelandic Folktales er síðan samtíningur úr þjóðsögum. Hannes segir að Laxdæla heiti The saga of Gudrun á ensku enda sé Guðrún Ósvífursdóttir aðalsögupersónan. „Ég er með þá kenningu að Laxdæla sé fórnarlamb karlaveldisins. Íslendingasögurnar heita alltaf eftir einhverjum köllum eða stöðum og ég tel til dæmis að Grænlendinga saga eigi að heita Guðríðar saga Þorbjarnardóttur,“ segir Hannes en hann er búinn að lesa Íslendingasögurnar margoft í vinnu sinni.„Íslendingasögurnar eru svo heillandi viðfangsefni. Að draga sögurnar saman í rökréttan söguþráð og vera með þau atriði sem skipta raunverulegu máli fyrir söguþráðinn,“ segir Hannes. Vandinn sé sá að sögurnar séu of langar og með of mörgum ættartölum. „Bækurnar mínar eru fyrir þá sem vilja lesa sögurnar og vita um hvað þær snúast. Ef ég ákveð að skrifa eina bók í viðbót, því það er mikil vinna þó bækurnar séu stuttar, þá þarf að marglesa allar Íslendingasögurnar aftur og aftur, þá myndi ég skrifa Guðríðar sögu Þorbjarnardóttur upp úr Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða.“ Allar myndir eru eftir Jón Hámund og bækurnar eru gefnar út af Íslenska bókafélaginu „Vinir mínir frá útlöndum, erlendir fræðimenn, verða margir mjög hissa þegar ég segi þeim að ég hafi skrifað bók á ensku sem heiti Elves and hidden people. Þeim finnst það dularfullt og horfa svolítið skringilega á mig,“ segir Hannes. „Brennu-Njáls saga var erfiðust í samningu því hún er svo flókin og margræð, hinar voru auðveldari en allar skemmtilegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem ég geri í tómstundum og finnst mjög gaman,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hannes hefur þýtt þrjár Íslendingasögur yfir á ensku. Þær eru Laxdæla, Egils saga og Njáls saga. Bókin Elves and Hidden People: Twelve Icelandic Folktales er síðan samtíningur úr þjóðsögum. Hannes segir að Laxdæla heiti The saga of Gudrun á ensku enda sé Guðrún Ósvífursdóttir aðalsögupersónan. „Ég er með þá kenningu að Laxdæla sé fórnarlamb karlaveldisins. Íslendingasögurnar heita alltaf eftir einhverjum köllum eða stöðum og ég tel til dæmis að Grænlendinga saga eigi að heita Guðríðar saga Þorbjarnardóttur,“ segir Hannes en hann er búinn að lesa Íslendingasögurnar margoft í vinnu sinni.„Íslendingasögurnar eru svo heillandi viðfangsefni. Að draga sögurnar saman í rökréttan söguþráð og vera með þau atriði sem skipta raunverulegu máli fyrir söguþráðinn,“ segir Hannes. Vandinn sé sá að sögurnar séu of langar og með of mörgum ættartölum. „Bækurnar mínar eru fyrir þá sem vilja lesa sögurnar og vita um hvað þær snúast. Ef ég ákveð að skrifa eina bók í viðbót, því það er mikil vinna þó bækurnar séu stuttar, þá þarf að marglesa allar Íslendingasögurnar aftur og aftur, þá myndi ég skrifa Guðríðar sögu Þorbjarnardóttur upp úr Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða.“ Allar myndir eru eftir Jón Hámund og bækurnar eru gefnar út af Íslenska bókafélaginu „Vinir mínir frá útlöndum, erlendir fræðimenn, verða margir mjög hissa þegar ég segi þeim að ég hafi skrifað bók á ensku sem heiti Elves and hidden people. Þeim finnst það dularfullt og horfa svolítið skringilega á mig,“ segir Hannes. „Brennu-Njáls saga var erfiðust í samningu því hún er svo flókin og margræð, hinar voru auðveldari en allar skemmtilegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Sjá meira