EM-hópurinn hjá stelpunum okkar valinn í dag Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júní 2017 08:30 Stór stund hjá Frey Alexanderssyni í dag. vísir/anton brink Það kemur í ljós í dag hvaða 23 leikmenn Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, velur í lokahópinn fyrir EM 2017 í Hollandi. Freyr tilkynnir hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en fundurinn hefst klukkan 13.15 og verður Vísir með beina sjónvarps- og textalýsingu úr Laugardalnum. Mikil spenna ríkir fyrir valinu þar sem þrír reynsluboltar; Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Harpa Þorsteinsdóttir voru ekki með í síðustu leikjum á móti Írlandi og Brasilíu. Hólmfríður og Sandra María hófu báðar tímabilið í Pepsi-deildinni meiddar en báðar eru komnar til baka og hafa verið að raða inn mörkum. Sandra María skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í 8. umferðinni þegar Þór/KA vann Grindavík, 5-0. Stærsta spurningamerkið er markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur með Stjörnunni eftir barnsburð. Hún var í byrjunarliði Stjörnunnar í síðasta leik og sagðist í viðtölum eftir hann vera klár í slaginn fyrir EM. Ungir nýliðar í landsliðinu eins og Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni, og Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki, gætu verið á leið á sitt fyrsta stórmót en ný kynslóð er að ryðja sér til rúms í íslenska liðinu. Freyr þarf ekki að skila inn lokahópnum fyrr en tíu dögum áður en EM hefst en hann má skipta út meiddum leikmönnum fram að fyrsta leik gegn Frakklandi 18. júlí. Fylgstu með vali lokahópsins í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13.15 í dag. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira
Það kemur í ljós í dag hvaða 23 leikmenn Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, velur í lokahópinn fyrir EM 2017 í Hollandi. Freyr tilkynnir hópinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag en fundurinn hefst klukkan 13.15 og verður Vísir með beina sjónvarps- og textalýsingu úr Laugardalnum. Mikil spenna ríkir fyrir valinu þar sem þrír reynsluboltar; Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Harpa Þorsteinsdóttir voru ekki með í síðustu leikjum á móti Írlandi og Brasilíu. Hólmfríður og Sandra María hófu báðar tímabilið í Pepsi-deildinni meiddar en báðar eru komnar til baka og hafa verið að raða inn mörkum. Sandra María skoraði þrennu og lagði upp eitt mark í 8. umferðinni þegar Þór/KA vann Grindavík, 5-0. Stærsta spurningamerkið er markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur með Stjörnunni eftir barnsburð. Hún var í byrjunarliði Stjörnunnar í síðasta leik og sagðist í viðtölum eftir hann vera klár í slaginn fyrir EM. Ungir nýliðar í landsliðinu eins og Agla María Albertsdóttir, Stjörnunni, og Ingibjörg Sigurðardóttir, Breiðabliki, gætu verið á leið á sitt fyrsta stórmót en ný kynslóð er að ryðja sér til rúms í íslenska liðinu. Freyr þarf ekki að skila inn lokahópnum fyrr en tíu dögum áður en EM hefst en hann má skipta út meiddum leikmönnum fram að fyrsta leik gegn Frakklandi 18. júlí. Fylgstu með vali lokahópsins í beinni útsendingu á Vísi klukkan 13.15 í dag.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Sjá meira