Bretar bjóða Íslendingum sambærilegt Brexit-tilboð Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júní 2017 15:44 Frá mótmælafundi á ársafmæli kosningar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Vísir/AFP Bresk stjórnvöld birtu í gær tillögur sínar er varða réttindi borgara ESB-landa í Bretlandi eftir væntanlega útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tillögunum segir að réttindi íslenskra borgara í sambandi við útgönguna verði rædd á sambærilegan hátt. Breska sendiráðið á Íslandi vekur athygli á tillögunum, sem birtar voru í gær, í fréttatilkynningu. Tillögurnar mynda grundvöllinn fyrir fyrsta áfanga samningaviðræðna við hin 27 aðildarríki ESB um útgöngu Bretlands. Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ Í skýringum er enn fremur tekið fram að „ríkisstjórnin hefur sagt að hún óski eftir því að fara nákvæmlega eins með ríkisborgara EFTA-ríkja og ríkisborgara ESB-ríkja.“ Þá segist breska ríkisstjórnin jafnframt vonast eftir því að breskir ríkisborgarar hljóti sömu meðferð í EFTA-ríkjum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa tekið fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Brexit Tengdar fréttir Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00 Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49 Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00 May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Bresk stjórnvöld birtu í gær tillögur sínar er varða réttindi borgara ESB-landa í Bretlandi eftir væntanlega útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í tillögunum segir að réttindi íslenskra borgara í sambandi við útgönguna verði rædd á sambærilegan hátt. Breska sendiráðið á Íslandi vekur athygli á tillögunum, sem birtar voru í gær, í fréttatilkynningu. Tillögurnar mynda grundvöllinn fyrir fyrsta áfanga samningaviðræðna við hin 27 aðildarríki ESB um útgöngu Bretlands. Um réttindi borgara innan Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópska efnahagssvæðisins, EES, segir í grein 11 í tillögunum: „Við munum ræða svipaða tilhögun við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss á gagnkvæmum grundvelli.“ Í skýringum er enn fremur tekið fram að „ríkisstjórnin hefur sagt að hún óski eftir því að fara nákvæmlega eins með ríkisborgara EFTA-ríkja og ríkisborgara ESB-ríkja.“ Þá segist breska ríkisstjórnin jafnframt vonast eftir því að breskir ríkisborgarar hljóti sömu meðferð í EFTA-ríkjum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa tekið fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin.
Brexit Tengdar fréttir Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00 Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49 Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00 May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Evrópusambandið óánægt með samningstilboð Breta Forseti leiðtogaráðs ESB segir tilboð Breta er varðar réttindi borgara Evrópusambandsins í Bretlandi ófullnægjandi. Forsætisráðherra Bretlands segir tilboðið sanngjarnt og sett fram af alvöru. 24. júní 2017 07:00
Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Forsætisráðherra Bretlands segir tilboð hennar um stöðu ríkisborgara ESB-ríkja í Bretlandi eftir Brexit vera sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa. 23. júní 2017 18:49
Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Brexitmálaráðherra segir líklegt, þó ekki öruggt, að fríverslunarsamningur náist við Evrópusambandið. Enginn samningur væri þó betri en samningur sem væri til þess gerður að refsa Bretum fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu. 26. júní 2017 07:00
May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03