Tilboði May um réttindi ESB borgara fálega tekið í Brussel Heimir Már Pétursson skrifar 23. júní 2017 18:49 Leiðtogar Evrópusambandsins taka fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Theresa May fékk að ávarpa leiðtoga hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins undir lok vinnukvöldverðar leiðtoganna í gær þar sem hún setti fram tilboð Breta í innflytjendamálum að loknum sambandsslitum. Samkvæmt því gætu Evrópumenn sem búið hafa í fimm ár eða lengur í Bretlandi búið þar áfram og notið allra réttinda sem þeir njóta nú til æviloka. Þeir sem búið hafa skemur fengju að búa þar áfram þar til fimm árum yrði náð til að sækja um varanlega búsetu. Gefinn yrði tveggja ára aðlögunartími fyrir aðra til að öðlast slík réttindi. „Þetta er sanngjarnt og alvarlegt tilboð. Það gefur þeim þremur milljónum þegna Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fullvissu um framtíð sína og við viljum fá sömu fullvissu gagnvart þeirri rúmu milljón Breta sem búa innan Evrópusambandsins. Á mánudag mun ég birta tillögur okkar í smáatriðum og hlakka til að ná samkomulagi sem allra fyrst,“ sagði May í Brussel í dag.Ekki með skýra mynd af vilja Breta Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var ekki bjartsýnn eftir yfirlýsingu May. Þegar hann var spurður hvort hann hefði skýra mynd af því sem Bretar vildu ná fram í samningaviðræðunum var svarið einfaldlega „nei.“ Og þegar hann var spurður hvort yfirlýsing Theresu May um réttindi borgaranna væri skref í rétta átt svaraði hann. „Þetta er fyrsta skrefið en það er ekki fullnægjandi,“ en Juncker hefur alla tíð verið mjög ósáttur við útgöngu Breta úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, var ekki eins fámáll og Juncker en fullur efasemda. „Mín fyrstu viðbrögð er að tilboð Breta séu undir væntingum og fela í sér þá áhættu að staða borgaranna versni. En samninganefnd okkar mun fara yfir tilboðið línu fyrir línu þegar okkur hefur borist það skriflega,“ sagði Tusk í dag. Evrópusambandið setti fram þá kröfu að málefni borgaranna yrðu rædd fyrst af öllu og nú segist May einnig alltaf hafa verið þeirrar skoðunar. „Það er ákveðinn áherslumunur á milli tilboðs okkar og tillagna framkvæmdastjórnarinnar en málið fer nú til samninganefnda. Ég hef alltaf sagt að ég vildi að réttindi borgaranna yrðu með þeim fyrstu sem rædd yrðu í formlegum samningaviðræðum og þau verða það,“ sagði Theresa May í Brussel í dag. Brexit Tengdar fréttir May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins taka fálega í tillögur Breta varðandi stöðu Evrópubúa í Bretlandi að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu. Theresa May forsætisráðherra segir tilboð hennar hins vegar sanngjarnt og tryggja réttindi íbúa landanna eftir sambandsslitin. Theresa May fékk að ávarpa leiðtoga hinna 27 aðildarríkja Evrópusambandsins undir lok vinnukvöldverðar leiðtoganna í gær þar sem hún setti fram tilboð Breta í innflytjendamálum að loknum sambandsslitum. Samkvæmt því gætu Evrópumenn sem búið hafa í fimm ár eða lengur í Bretlandi búið þar áfram og notið allra réttinda sem þeir njóta nú til æviloka. Þeir sem búið hafa skemur fengju að búa þar áfram þar til fimm árum yrði náð til að sækja um varanlega búsetu. Gefinn yrði tveggja ára aðlögunartími fyrir aðra til að öðlast slík réttindi. „Þetta er sanngjarnt og alvarlegt tilboð. Það gefur þeim þremur milljónum þegna Evrópusambandsins sem búa í Bretlandi fullvissu um framtíð sína og við viljum fá sömu fullvissu gagnvart þeirri rúmu milljón Breta sem búa innan Evrópusambandsins. Á mánudag mun ég birta tillögur okkar í smáatriðum og hlakka til að ná samkomulagi sem allra fyrst,“ sagði May í Brussel í dag.Ekki með skýra mynd af vilja Breta Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, var ekki bjartsýnn eftir yfirlýsingu May. Þegar hann var spurður hvort hann hefði skýra mynd af því sem Bretar vildu ná fram í samningaviðræðunum var svarið einfaldlega „nei.“ Og þegar hann var spurður hvort yfirlýsing Theresu May um réttindi borgaranna væri skref í rétta átt svaraði hann. „Þetta er fyrsta skrefið en það er ekki fullnægjandi,“ en Juncker hefur alla tíð verið mjög ósáttur við útgöngu Breta úr sambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, var ekki eins fámáll og Juncker en fullur efasemda. „Mín fyrstu viðbrögð er að tilboð Breta séu undir væntingum og fela í sér þá áhættu að staða borgaranna versni. En samninganefnd okkar mun fara yfir tilboðið línu fyrir línu þegar okkur hefur borist það skriflega,“ sagði Tusk í dag. Evrópusambandið setti fram þá kröfu að málefni borgaranna yrðu rædd fyrst af öllu og nú segist May einnig alltaf hafa verið þeirrar skoðunar. „Það er ákveðinn áherslumunur á milli tilboðs okkar og tillagna framkvæmdastjórnarinnar en málið fer nú til samninganefnda. Ég hef alltaf sagt að ég vildi að réttindi borgaranna yrðu með þeim fyrstu sem rædd yrðu í formlegum samningaviðræðum og þau verða það,“ sagði Theresa May í Brussel í dag.
Brexit Tengdar fréttir May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03 Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
May gerir ESB-ríkjum tilboð í innflytjendamálum Ríkisborgarar innan Evrópusambandsins, sem hafa búið í Bretlandi í fimm ár eða lengur, gætu fengið jöfn réttindi á við breska ríkisborgara segir Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. 22. júní 2017 21:03
Theresa May í vanda bæði heima og að heiman Forsætisráðherra Bretlands hefur verið gagnrýnd fyrir framkomu sína í tengslum við brunann í Grenfell-turninum og hefur þurft að gefa eftir í skilyrðum fyrir viðræðum um brotthvarf Bretlands úr ESB. 22. júní 2017 19:45