Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 21:02 Sektin nam um 30 þúsund krónum, að sögn Bala. Hún var greidd nær samdægurs. vísir/daníel Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Bala Kamallakharan, sem búsettur hefur verið hér á landi í ellefu ár, fær ekki íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasektar sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. Hann gæti þurft að bíða í ár með að sækja um að nýju. Bala var upplýstur um þessa ákvörðun í dag. Hann er indverskur að uppruna og hefur látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er meðal annars fjárfestir og upphafsmaður Startup Iceland. Þá hefur hann haldið fjölmarga fyrirlestra hérlendis um frumkvöðla- og sprotafyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.Fyrsta og eina sektin Bala segist á Facebook-síðu sinni hafa fengið sektina þegar hann ók á milli Selfoss og Reykjavíkur í febrúar síðastliðnum, og að um hafi verið að ræða hans fyrstu og einu hraðasekt á Íslandi. Hann segist í samtali við Vísi furða sig á þessari ákvörðun og ætlar að áfrýja henni. „Aðalatriðið, að mínu mati, í þessu máli er hvernig staðið var að þessari ákvörðun. Það tók sex mánuði að upplýsa mig um hvers vegna umsókn minni var hafnað,“ segir Bala. Útlendingastofnun vísaði á heimasíðu sína þegar fréttastofa leitaði svara, en staðfesti að hraðasekt geti haft áhrif á framvindu mála, en samkvæmt heimasíðunni þarf hún að vera meira en fimmtíu þúsund króna há. Umsækjendur sem hafi fengið sekt að fjárhæð 50-100 þúsund krónum geti ekki sótt um að nýju fyrr en að ári liðnu. Aðspurður segist Bala ekki hafa fengið frekari útskýringar frá Útlendingastofnun. Bala tekur fram að eðlilegt sé að fylgja reglum. Hins vegar þurfi að vanda vel til verka og skoða hvert mál fyrir sig. „Ég sótti um ríkisborgararétt í desember. Ég fékk sektina í febrúar. Ég velti því fyrir mér hvað hefði gerst ef málsmeðferðin hefði ekki dregist svona á langinn – hefði ég verið sviptur ríkisborgararéttinum? Þetta og margt annað þarf að skoða og þessari ákvörðun ætla ég að áfrýja.“Stöðugar áminningar Bala segir jafnframt að alltaf sé erfitt að setjast að í öðrum löndum, en að vinnubrögð sem þessi geri innflytjendum enn erfiðar fyrir. „Sem innflytjandi er ég stöðugt minntur á hversu erfitt það er að vera samþykktur inn í samfélagið. Það sem veldur enn meiri vonbrigðum er að sjá hvað innflytjendur mæta misjöfnum stöðlum. Ég vissi að minn mælikvarði yrði ekki sá sami og annarra og það varð mjög augljóst í dag. Til allra þeirra innflytjenda og flóttamanna þarna úti: Þetta er erfiður heimur.. en höldum ró okkar og reynum að láta þetta ekki hafa áhrif á okkur,“ skrifar Bala á Facebook, en færslu hans má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira