Allur herinn á eftir lögreglumanninum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. júní 2017 23:19 Oscar Peréz hafði starfað hjá lögreglunni í 15 ár. Lögreglumaðurinn sem talinn er bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Venesúela um síðastliðna nótt er enn ófundinn. Nicolas Maduro, forseti landsins, hefur virkjað allan sinn her vegna árásarinnar og hefur lýst því yfir að um hafi verið að ræða hryðjuverkaárás. Lögreglumaðurinn, Oscar Peréz, sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í kjölfar árásarinnar þar sem hann viðurkenndi sök. Hann fordæmdi ríkisstjórn landsins á sama tíma og hvatti fólk til að rísa upp gegn kúgurum, líkt og hann orðaði það. Yfirlýsing Peréz var í fimm pörtum, en hér að neðan má sjá fyrsta partinn. Hina fjóra er að finna hér. 1/5 Venezolanos Queridos Hermanos, Les hablamos en representación del Estado; somos una coalición entre funcionarios militares, policiales y civiles, en búsqueda del equilibrio y en contra de este Gobierno transitorio y criminal. NO pertenecemos ni tenemos tendencia político-partidista; somos nacionalistas, patriotas e institucionalistas. Este combate no es con el resto de las fuerzas de seguridad de estado que permanecen en desacuerdo, es con la impunidad impuesta, si no en contra del gobierno nefasto. Contra la tiranía, A post shared by OSCAR PEREZ (@oscarperezgv) on Jun 27, 2017 at 3:27pm PDT „350 frelsi“ Peréz er sakaður um að hafa stolið lögregluþyrlu, flogið henni að innanríkisráðuneytinu og skotið fimmtán skotum. Í framhaldinu flaug hann yfir Hæstarétt landsins og varpaði fjórum handsprengjum. Engan sakaði. Aftan á þyrlunni hékk borði með áletruninni „350 frelsi“ og er vísun í ákvæði stjórnarskrárinnar sem andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja staðfestingu á því að ríkisstjórnin sé ólögmæt. Þyrlan var í eigu rannsóknarlögreglunnar, og var merkt CICPC, en Peréz hafði starfað hjá lögreglunni í fimmtán ár.Þjóðin að sligast Mótmælaalda hefur geisað í Venesúela um árabil og virðist ekkert lát vera á henni, en þess er krafist að Nicolas Maduro fari frá völdum. Hann er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu. Venesúela var ríkasta land í Rómönsku-Ameríku enda eru olíubirgðir landsins miklar auk þess sem það hafði miklar tekjur af útflutningi matvæla. Núna hins vegar er þjóðarbúið á barmi gjaldþrots og hvergi annars staðar í heiminum er að finna meiri verðbólgu, en talið er að hún muni ná 720 prósentum á þessu ári. Þá hefur innflutningur á matvöru dregist saman um 70 prósent og sömuleiðis hefur efnahagurinn dregist um 27 prósent. Fáir ná endum saman og er skortur á allri nauðsynjavöru. Matur og aðrar nauðsynjar gengur því kaupum og sölum á svörtum markaði og sökum hás verðlags leitar fólk í auknum mæli að mat í ruslafötum. Má í því samhengi nefna nýlega rannsókn sem leiddi það í ljós að þrír af hverjum fjórum íbúum landsins segjast hafa misst nokkur kíló á síðasta ári vegna hungurs, og þá segjast 32 prósent landsmanna borða tvær eða færri máltíðir á dag vegna peningaskorts. Landsmenn misstu að meðaltali tæp níu kíló á síðasta ári, samkvæmt rannsókninni. Tengdar fréttir Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Lögreglumaðurinn sem talinn er bera ábyrgð á sprengjuárásinni í Venesúela um síðastliðna nótt er enn ófundinn. Nicolas Maduro, forseti landsins, hefur virkjað allan sinn her vegna árásarinnar og hefur lýst því yfir að um hafi verið að ræða hryðjuverkaárás. Lögreglumaðurinn, Oscar Peréz, sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í kjölfar árásarinnar þar sem hann viðurkenndi sök. Hann fordæmdi ríkisstjórn landsins á sama tíma og hvatti fólk til að rísa upp gegn kúgurum, líkt og hann orðaði það. Yfirlýsing Peréz var í fimm pörtum, en hér að neðan má sjá fyrsta partinn. Hina fjóra er að finna hér. 1/5 Venezolanos Queridos Hermanos, Les hablamos en representación del Estado; somos una coalición entre funcionarios militares, policiales y civiles, en búsqueda del equilibrio y en contra de este Gobierno transitorio y criminal. NO pertenecemos ni tenemos tendencia político-partidista; somos nacionalistas, patriotas e institucionalistas. Este combate no es con el resto de las fuerzas de seguridad de estado que permanecen en desacuerdo, es con la impunidad impuesta, si no en contra del gobierno nefasto. Contra la tiranía, A post shared by OSCAR PEREZ (@oscarperezgv) on Jun 27, 2017 at 3:27pm PDT „350 frelsi“ Peréz er sakaður um að hafa stolið lögregluþyrlu, flogið henni að innanríkisráðuneytinu og skotið fimmtán skotum. Í framhaldinu flaug hann yfir Hæstarétt landsins og varpaði fjórum handsprengjum. Engan sakaði. Aftan á þyrlunni hékk borði með áletruninni „350 frelsi“ og er vísun í ákvæði stjórnarskrárinnar sem andstæðingar ríkisstjórnarinnar segja staðfestingu á því að ríkisstjórnin sé ólögmæt. Þyrlan var í eigu rannsóknarlögreglunnar, og var merkt CICPC, en Peréz hafði starfað hjá lögreglunni í fimmtán ár.Þjóðin að sligast Mótmælaalda hefur geisað í Venesúela um árabil og virðist ekkert lát vera á henni, en þess er krafist að Nicolas Maduro fari frá völdum. Hann er sakaður um einræðistilburði og að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu. Venesúela var ríkasta land í Rómönsku-Ameríku enda eru olíubirgðir landsins miklar auk þess sem það hafði miklar tekjur af útflutningi matvæla. Núna hins vegar er þjóðarbúið á barmi gjaldþrots og hvergi annars staðar í heiminum er að finna meiri verðbólgu, en talið er að hún muni ná 720 prósentum á þessu ári. Þá hefur innflutningur á matvöru dregist saman um 70 prósent og sömuleiðis hefur efnahagurinn dregist um 27 prósent. Fáir ná endum saman og er skortur á allri nauðsynjavöru. Matur og aðrar nauðsynjar gengur því kaupum og sölum á svörtum markaði og sökum hás verðlags leitar fólk í auknum mæli að mat í ruslafötum. Má í því samhengi nefna nýlega rannsókn sem leiddi það í ljós að þrír af hverjum fjórum íbúum landsins segjast hafa misst nokkur kíló á síðasta ári vegna hungurs, og þá segjast 32 prósent landsmanna borða tvær eða færri máltíðir á dag vegna peningaskorts. Landsmenn misstu að meðaltali tæp níu kíló á síðasta ári, samkvæmt rannsókninni.
Tengdar fréttir Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19