Reyndu að samræma framburð 10. júní 2017 07:00 Sexmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni. Vísir/Ristjórn Lögregla hefur ástæðu til að gruna að sexmenningarnir, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar á miðvikudagskvöld, hafi komið sér saman um sögu til að segja lögreglu ef til þess kæmi. Atvikalýsing frá kvöldinu gefur tilefni til að ætla að samræmdur framburður hafi verið ákveðinn áður en sexmenningarnir fóru að heimili Arnars á Æsustöðum í Mosfellsdal. Heimildir Fréttablaðsins herma að mikið ósamræmi hafi verið í framburði sexmenninganna við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu aðfaranótt föstudags. Þó hafi þeim öllum borið saman um að þau hafi farið að heimili Arnars og unnustu hans til að sækja þar garðverkfæri í eigu eins í hópnum, Sveins Gests Tryggvasonar. Sveinn Gestur og Arnar voru æskuvinir. Sú saga kemur þó ekki heim og saman við símtal Sveins við Neyðarlínuna eftir að Arnar hafði misst meðvitund. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær kynnir Sveinn sig með nafni og óskar eftir sjúkrabíl að Æsustöðum. Því næst heyrist hann leggja símann frá sér og hrópa ókvæðisorð að Arnari, sem þá var án meðvitundar, um meinta fíkniefnaskuld. Fjölskylda hins myrta þvertekur fyrir að hann hafi verið í neyslu. Hann og unnusta hans hafa verið í sambandi í tæplega eitt og hálft ár og á þeim tíma hafi aldrei sést á honum fíkniefni eða neitt í þá veruna. Eins og fram hefur komið eignuðust Arnar og unnusta hans dóttur í lok maí. Þau höfðu í sameiningu valið nafn á dótturina áður en voðaverkið var framið en hún hefur enn ekki verið skírð. Heimildir Fréttablaðsins herma að öll sex neiti staðfastlega að hafa átt þátt í dauða Arnars. Þau draga sömuleiðis úr þætti annarra í málinu, að minnsta kosti enn um sinn. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram fyrripart dags í gær, föstudag. Hann vill ekki tjá sig um það sem fram hefur komið í yfirheyrslunum. „Ég hef ekkert farið út í neitt sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Við erum dálítið að ráða ráðum okkar og safna saman gögnum. Það komu margir að rannsókninni í upphafi þannig að við erum bara að safna gögnum og skoðum síðan framhaldið.“ Allir fimm karlarnir í málinu, Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnar Örn Bergmann, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Ásta Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. júní. Í samtali við Ríkisútvarpið sagðist Grímur telja að dómari hafi talið að tengsl hennar við atburðarásina væru minni en karlanna og því væri gæsluvarðhald hennar styttra. Sexmenningarnir eru allir í gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um manndráp.vísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lögregla hefur ástæðu til að gruna að sexmenningarnir, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar á miðvikudagskvöld, hafi komið sér saman um sögu til að segja lögreglu ef til þess kæmi. Atvikalýsing frá kvöldinu gefur tilefni til að ætla að samræmdur framburður hafi verið ákveðinn áður en sexmenningarnir fóru að heimili Arnars á Æsustöðum í Mosfellsdal. Heimildir Fréttablaðsins herma að mikið ósamræmi hafi verið í framburði sexmenninganna við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu aðfaranótt föstudags. Þó hafi þeim öllum borið saman um að þau hafi farið að heimili Arnars og unnustu hans til að sækja þar garðverkfæri í eigu eins í hópnum, Sveins Gests Tryggvasonar. Sveinn Gestur og Arnar voru æskuvinir. Sú saga kemur þó ekki heim og saman við símtal Sveins við Neyðarlínuna eftir að Arnar hafði misst meðvitund. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær kynnir Sveinn sig með nafni og óskar eftir sjúkrabíl að Æsustöðum. Því næst heyrist hann leggja símann frá sér og hrópa ókvæðisorð að Arnari, sem þá var án meðvitundar, um meinta fíkniefnaskuld. Fjölskylda hins myrta þvertekur fyrir að hann hafi verið í neyslu. Hann og unnusta hans hafa verið í sambandi í tæplega eitt og hálft ár og á þeim tíma hafi aldrei sést á honum fíkniefni eða neitt í þá veruna. Eins og fram hefur komið eignuðust Arnar og unnusta hans dóttur í lok maí. Þau höfðu í sameiningu valið nafn á dótturina áður en voðaverkið var framið en hún hefur enn ekki verið skírð. Heimildir Fréttablaðsins herma að öll sex neiti staðfastlega að hafa átt þátt í dauða Arnars. Þau draga sömuleiðis úr þætti annarra í málinu, að minnsta kosti enn um sinn. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram fyrripart dags í gær, föstudag. Hann vill ekki tjá sig um það sem fram hefur komið í yfirheyrslunum. „Ég hef ekkert farið út í neitt sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Við erum dálítið að ráða ráðum okkar og safna saman gögnum. Það komu margir að rannsókninni í upphafi þannig að við erum bara að safna gögnum og skoðum síðan framhaldið.“ Allir fimm karlarnir í málinu, Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnar Örn Bergmann, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Ásta Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. júní. Í samtali við Ríkisútvarpið sagðist Grímur telja að dómari hafi talið að tengsl hennar við atburðarásina væru minni en karlanna og því væri gæsluvarðhald hennar styttra. Sexmenningarnir eru allir í gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um manndráp.vísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28
Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45
Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07