Reyndu að samræma framburð 10. júní 2017 07:00 Sexmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason klæddust ekki eigin fötum þegar þeir voru leiddir fyrir dómara. Föt þeirra voru haldlögð í rannsóknarskyni. Vísir/Ristjórn Lögregla hefur ástæðu til að gruna að sexmenningarnir, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar á miðvikudagskvöld, hafi komið sér saman um sögu til að segja lögreglu ef til þess kæmi. Atvikalýsing frá kvöldinu gefur tilefni til að ætla að samræmdur framburður hafi verið ákveðinn áður en sexmenningarnir fóru að heimili Arnars á Æsustöðum í Mosfellsdal. Heimildir Fréttablaðsins herma að mikið ósamræmi hafi verið í framburði sexmenninganna við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu aðfaranótt föstudags. Þó hafi þeim öllum borið saman um að þau hafi farið að heimili Arnars og unnustu hans til að sækja þar garðverkfæri í eigu eins í hópnum, Sveins Gests Tryggvasonar. Sveinn Gestur og Arnar voru æskuvinir. Sú saga kemur þó ekki heim og saman við símtal Sveins við Neyðarlínuna eftir að Arnar hafði misst meðvitund. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær kynnir Sveinn sig með nafni og óskar eftir sjúkrabíl að Æsustöðum. Því næst heyrist hann leggja símann frá sér og hrópa ókvæðisorð að Arnari, sem þá var án meðvitundar, um meinta fíkniefnaskuld. Fjölskylda hins myrta þvertekur fyrir að hann hafi verið í neyslu. Hann og unnusta hans hafa verið í sambandi í tæplega eitt og hálft ár og á þeim tíma hafi aldrei sést á honum fíkniefni eða neitt í þá veruna. Eins og fram hefur komið eignuðust Arnar og unnusta hans dóttur í lok maí. Þau höfðu í sameiningu valið nafn á dótturina áður en voðaverkið var framið en hún hefur enn ekki verið skírð. Heimildir Fréttablaðsins herma að öll sex neiti staðfastlega að hafa átt þátt í dauða Arnars. Þau draga sömuleiðis úr þætti annarra í málinu, að minnsta kosti enn um sinn. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram fyrripart dags í gær, föstudag. Hann vill ekki tjá sig um það sem fram hefur komið í yfirheyrslunum. „Ég hef ekkert farið út í neitt sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Við erum dálítið að ráða ráðum okkar og safna saman gögnum. Það komu margir að rannsókninni í upphafi þannig að við erum bara að safna gögnum og skoðum síðan framhaldið.“ Allir fimm karlarnir í málinu, Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnar Örn Bergmann, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Ásta Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. júní. Í samtali við Ríkisútvarpið sagðist Grímur telja að dómari hafi talið að tengsl hennar við atburðarásina væru minni en karlanna og því væri gæsluvarðhald hennar styttra. Sexmenningarnir eru allir í gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um manndráp.vísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Lögregla hefur ástæðu til að gruna að sexmenningarnir, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Arnari Jónssyni Aspar á miðvikudagskvöld, hafi komið sér saman um sögu til að segja lögreglu ef til þess kæmi. Atvikalýsing frá kvöldinu gefur tilefni til að ætla að samræmdur framburður hafi verið ákveðinn áður en sexmenningarnir fóru að heimili Arnars á Æsustöðum í Mosfellsdal. Heimildir Fréttablaðsins herma að mikið ósamræmi hafi verið í framburði sexmenninganna við fyrstu yfirheyrslu hjá lögreglu aðfaranótt föstudags. Þó hafi þeim öllum borið saman um að þau hafi farið að heimili Arnars og unnustu hans til að sækja þar garðverkfæri í eigu eins í hópnum, Sveins Gests Tryggvasonar. Sveinn Gestur og Arnar voru æskuvinir. Sú saga kemur þó ekki heim og saman við símtal Sveins við Neyðarlínuna eftir að Arnar hafði misst meðvitund. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær kynnir Sveinn sig með nafni og óskar eftir sjúkrabíl að Æsustöðum. Því næst heyrist hann leggja símann frá sér og hrópa ókvæðisorð að Arnari, sem þá var án meðvitundar, um meinta fíkniefnaskuld. Fjölskylda hins myrta þvertekur fyrir að hann hafi verið í neyslu. Hann og unnusta hans hafa verið í sambandi í tæplega eitt og hálft ár og á þeim tíma hafi aldrei sést á honum fíkniefni eða neitt í þá veruna. Eins og fram hefur komið eignuðust Arnar og unnusta hans dóttur í lok maí. Þau höfðu í sameiningu valið nafn á dótturina áður en voðaverkið var framið en hún hefur enn ekki verið skírð. Heimildir Fréttablaðsins herma að öll sex neiti staðfastlega að hafa átt þátt í dauða Arnars. Þau draga sömuleiðis úr þætti annarra í málinu, að minnsta kosti enn um sinn. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram fyrripart dags í gær, föstudag. Hann vill ekki tjá sig um það sem fram hefur komið í yfirheyrslunum. „Ég hef ekkert farið út í neitt sem hefur komið fram í yfirheyrslunum. Við erum dálítið að ráða ráðum okkar og safna saman gögnum. Það komu margir að rannsókninni í upphafi þannig að við erum bara að safna gögnum og skoðum síðan framhaldið.“ Allir fimm karlarnir í málinu, Sveinn Gestur, Jón Trausti Lúthersson, Marcin Wieslaw Nabakowski, Rafal Marek Nabakowski og Rúnar Örn Bergmann, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 23. júní. Ásta Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 16. júní. Í samtali við Ríkisútvarpið sagðist Grímur telja að dómari hafi talið að tengsl hennar við atburðarásina væru minni en karlanna og því væri gæsluvarðhald hennar styttra. Sexmenningarnir eru allir í gæsluvarðhaldi á grundvelli 211. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um manndráp.vísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28 Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45 Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. 8. júní 2017 13:28
Kaldrifjuð líkamsárás endaði í morði Fjölskylda unnustu Arnars Jónssonar Aspar, sem var myrtur við heimili sitt á miðvikudag, gagnrýnir að hún hafi enga áfallahjálp fengið. Unnustan og aðrir fjölskyldumeðlimir urðu vitni að hrottafenginni árás sex manns sem leiddi til dauða Arnars. 8. júní 2017 23:45
Manndráp í Mosfellsdal: Öll hin handteknu í gæsluvarðhald og einangrun Enn hefur ekki verið úrskurðað í gæsluvarðhaldskröfu þess sjötta sem var handtekinn vegna málsins í gær 8. júní 2017 19:07