Fótbolti

Létt yfir stelpunum í Laugardalnum | Myndaveisla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Léttleikinn var við völd á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag.
Léttleikinn var við völd á æfingu íslenska liðsins í Laugardalnum í dag. vísir/anton

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því brasilíska í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem brasilískt landslið leikur á Íslandi.

Þetta er jafnframt síðasti leikur íslensku stelpnanna fyrir EM í Hollandi sem hefst 16. júlí.

Verkefnið er verðugt en Brasilía er með eitt besta landslið heims. Skærasta stjarna þess er hin 31 árs gamla Marta sem hefur fimm sinnum verið valin besta knattspyrnukona heims. Marta hefur leikið 101 landsleik fyrir Brasilíu og skorað 105 mörk.

Íslensku stelpurnar æfðu á Laugardalsvelli í dag og Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, náði þessum skemmtilegu myndum hér að neðan.

Leikur Íslands og Brasilíu hefst klukkan 18:30 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport HD.

Sara Björk Gunnarsdóttir mætir Mörtu, sínum gamla samherja hjá Rosengård, á morgun. vísir/anton
Víkingaklapp? vísir/anton
Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir var í byrjunarliðinu í síðasta leik gegn Írlandi. vísir/anton
Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir verður ekki með á morgun. vísir/anton
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson hefur um nóg að hugsa þessa dagana. vísir/anton
Íslensku stelpurnar fá tækifæri til að reyna sig gegn einu besta liði heims á morgun. vísir/anton
Sif Atladóttir og Agla María Albertsdóttir hita upp. Smá munur á aldri og reynslu þar. vísir/anton

Tengdar fréttir

Dagný spilar ekki gegn Brasilíu

Einn besti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, Dagný Brynjarsdóttir, mun ekki spila með gegn Brasilíu á Laugardalsvelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.