Fótbolti

Cruyff nýr stjóri Viðars og félaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cruyff var ekki beint föðurbetrungur í boltanum.
Cruyff var ekki beint föðurbetrungur í boltanum. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson er búinn að fá nýjan knattspyrnustjóra hjá Maccabi Tel Aviv.

Sá heitir Jordi Cruyff og er sonur hollensku fótboltagoðsagnarinnar Johans Cruyff.

Hinn 43 ára gamli Cruyff hefur unnið sem íþróttastjóri hjá Maccabi síðan 2012 en hefur nú ákveðið að færa sig í stjórastólinn.

Cruyff átti flottan feril sem leikmaður en hann lék m.a. undir stjórn föður síns hjá Barcelona og fór svo þaðan til Manchester United.

Maccabi endaði í 2. sæti ísraelsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Viðar Örn var iðinn við kolann og varð markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×