Fótbolti

Notaði nál til þess að stinga andstæðingana í miðjum leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Estudientes fengu að kenna á því.
Leikmenn Estudientes fengu að kenna á því. vísir/getty
Leikaraskapur í fótbolta fer í taugarnar á mörgum en leikmaður í Argentínu hefur sett nýtt viðmið í svindli á fótboltavellinum.

Sá heitir Federico Allende og spilar með neðrideildarliði Sport Pacifico. Hann hefur nú viðurkennt að hafa beitt afar óhefðbundnum aðferðum í bikarleik gegn úrvalsdeildarliði Estudientes.

Allende montaði sig af því í útvarpsviðtali eftir leikinn að hafa verið með nál á sér allan leikinn sem hann hefði síðan notað til þess að stinga framherja andstæðinganna. Það virðist hafa virkað því Pacifico vann mjög óvæntan 3-2 sigur.

„Það þarf að beita öllum ráðum til að vinna þessi stóru lið. Ég var því sífellt að stinga þá með nálinni. Þessar stjörnur þola ekki neitt og þetta var rétta leiðin. Maður þarf að vera klókur í fótbolta,“ sagði Allende.

Þessi játning hjá Allende hefur aftur á móti sett allt á annan endann í Argentínu. Fólk er brjálað út af þessu.

„Við erum í molum yfir þessum tíðindum. Þessi hegðun hefur eyðilagt fyrir liðinu. Ég mun reka hann frá félaginu,“ sagði forseti Pacifico brjálaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×