Tíðrætt um traust Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2017 07:00 "Mér sýnist á öllu að gamla Ísland vinni, jibbý,“ sagði Birgitta Jónsdóttir áður en hún gekk úr pontu. Í bakgrunni sést ráðherra dómsmála, Sigríður Á. Andersen, með óræðan svip. vísir/ernir Aðeins eitt mál lá fyrir sjö tíma löngum þingfundi í gær, degi eftir að þingfrestun var áætluð. Þingmönnum var heitt í hamsi og blótsyrði voru látin falla í pontu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að hræra í lista dómnefndar yfir umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt, og skipta fjórum af þeim fimmtán hæfustu út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Fyrir lá að tveir þingmenn yrðu fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, þau Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Brynjar er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur sem færð var upp á lista Sigríðar en Svandís fyrrverandi eiginkona Ástráðs Haraldssonar, sem færður var niður í sömu andrá. Umræður í þingsal snerust að megninu til um rökstuðning ráðherra, eða skort á rökstuðningi hans, í málinu. Reifuð voru jafnréttissjónarmið, því með ákvörðun Sigríðar verða kvendómarar sjö talsins og karldómarar átta. Þá tókust á sjónarmið um hvort Sigríður hefði lagalega heimild til að gera þær breytingar sem hún gerði, ítarlega var farið yfir þá bótaábyrgð sem hún gæti með ákvörðuninni skapað ríkinu og hvaða áhrif ákvörðunin hefði á virðingu og traust Alþingis og hins nýja Landsréttar. Eins og áður segir stóð til að fresta þingi á miðvikudag og voru þingmenn margir hverjir komnir í sumarstellingar. Það voru því átta varaþingmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem útlit var fyrir að svo mjótt yrði á munum að ekki mætti taka neina áhættu með mætingu þingmanna í þingsal. Að endingu varð niðurstaðan sú að alls ekki var mjótt á munum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að stjórnarandstaðan hafi, ekki mjög löngu fyrir atkvæðagreiðslu, reynt að stilla saman strengi um hvernig kjósa bæri í málinu. Niðurstaðan varð þó sú að þingflokkur Framsóknar sat hjá í málinu en Vinstri græn, Píratar og Samfylking kusu gegn tillögu dómsmálaráðherra. Atkvæði fóru því svo að 31 þingmaður stjórnarliðsins kaus með tillögu Sigríðar, 22 greiddu gegn henni og 8 sátu hjá. Skipt um skoðun Meðal raka Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra fyrir því að hræra í niðurstöðu nefndarinnar var að reynsla af dómarastörfum hefði haft minna vægi en efni stóðu til. Af þeim sem voru skipaðir dómarar eru átta sem starfa við dómstóla landsins, sex héraðsdómarar, settur hæstaréttardómari og dómstjóri. Í ræðu á Alþingi, þann 7. febrúar síðastliðinn, sagði Sigríður meðal annars um skipan landsréttardómara: „Það er mjög mikilvægt að til starfa þar veljist fólk með ólíkan bakgrunn úr heimi lögfræðinnar, ekki bara núverandi embættisdómarar eða menn sem hafa sinnt dómstörfum heldur líka alls kyns öðrum lögfræðistörfum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Aðeins eitt mál lá fyrir sjö tíma löngum þingfundi í gær, degi eftir að þingfrestun var áætluð. Þingmönnum var heitt í hamsi og blótsyrði voru látin falla í pontu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að hræra í lista dómnefndar yfir umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt, og skipta fjórum af þeim fimmtán hæfustu út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Fyrir lá að tveir þingmenn yrðu fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, þau Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Brynjar er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur sem færð var upp á lista Sigríðar en Svandís fyrrverandi eiginkona Ástráðs Haraldssonar, sem færður var niður í sömu andrá. Umræður í þingsal snerust að megninu til um rökstuðning ráðherra, eða skort á rökstuðningi hans, í málinu. Reifuð voru jafnréttissjónarmið, því með ákvörðun Sigríðar verða kvendómarar sjö talsins og karldómarar átta. Þá tókust á sjónarmið um hvort Sigríður hefði lagalega heimild til að gera þær breytingar sem hún gerði, ítarlega var farið yfir þá bótaábyrgð sem hún gæti með ákvörðuninni skapað ríkinu og hvaða áhrif ákvörðunin hefði á virðingu og traust Alþingis og hins nýja Landsréttar. Eins og áður segir stóð til að fresta þingi á miðvikudag og voru þingmenn margir hverjir komnir í sumarstellingar. Það voru því átta varaþingmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem útlit var fyrir að svo mjótt yrði á munum að ekki mætti taka neina áhættu með mætingu þingmanna í þingsal. Að endingu varð niðurstaðan sú að alls ekki var mjótt á munum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að stjórnarandstaðan hafi, ekki mjög löngu fyrir atkvæðagreiðslu, reynt að stilla saman strengi um hvernig kjósa bæri í málinu. Niðurstaðan varð þó sú að þingflokkur Framsóknar sat hjá í málinu en Vinstri græn, Píratar og Samfylking kusu gegn tillögu dómsmálaráðherra. Atkvæði fóru því svo að 31 þingmaður stjórnarliðsins kaus með tillögu Sigríðar, 22 greiddu gegn henni og 8 sátu hjá. Skipt um skoðun Meðal raka Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra fyrir því að hræra í niðurstöðu nefndarinnar var að reynsla af dómarastörfum hefði haft minna vægi en efni stóðu til. Af þeim sem voru skipaðir dómarar eru átta sem starfa við dómstóla landsins, sex héraðsdómarar, settur hæstaréttardómari og dómstjóri. Í ræðu á Alþingi, þann 7. febrúar síðastliðinn, sagði Sigríður meðal annars um skipan landsréttardómara: „Það er mjög mikilvægt að til starfa þar veljist fólk með ólíkan bakgrunn úr heimi lögfræðinnar, ekki bara núverandi embættisdómarar eða menn sem hafa sinnt dómstörfum heldur líka alls kyns öðrum lögfræðistörfum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00
Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30
Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00