Óska eftir áhættumati frá Ríkislögreglustjóra vegna viðburða í miðborginni í sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. júní 2017 18:45 Vísir/gva Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir. Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Vegna þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskað eftir áhættumati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra vegna þeirra fjölmennu viðburða sem haldnir verða í miðborginni í sumar. Hryðjuverk sem framin hafa verið í Evrópu á undanförnum misserum hafa vakið upp spurningar hvort raunveruleg hryðjuverkahætta sé hér á landi. Í síðustu árásum hafa stór ökutæki verið notuð til þess að aka á gangandi vegfarendur og margir látið lífið eða örkumlast. Áhættumat ríkislögreglustjóra á hryðjuverkum hér á landi var gefið út í lok janúar síðastliðnum en þar telur deildin að hryðjuverk sem unnin voru í Evrópu á árunum 2015 og 2016 leiði í ljós breytingu hvað varðar ásetning, skotmörk, aðferðir og getu hryðjuverkamanna til að valda miklu manntjóni í borgum í álfunni. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa á síðustu árum breytt áherslum sínum til að bregðast við þessari ógn. „Síðastliðin þrjú ár er búin að vera mikil aðgerðaþjálfun fyrir lögreglumenn auk þess sem tækjabúnaður lögreglu í landinu hefur verið aukinn og færður nær lögreglumönnunum,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hér á landi eru haldnir fjölmennir viðburðir, þó sérstaklega yfir sumartímann, og í ljósi þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu að undanförnu er spurning hvort öryggi almennings á þessum viðburðum sé tryggt fyrir þessari ógn. „Þessar hátíðir sem verða núna, þá munum við óska eftir mati frá greiningardeild ríkislögreglustjóra til þess að við getum betur markað þær öryggisráðstafanir sem að við getum gripið til,“ segir Ásgeir. Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra kemur fram að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og greint sé frá í skýrslunni, er niðurstaða deildarinnar sú að hættustig á Íslandi er metið í meðallagi. Ásgeir segir að lögreglan þurfi alltaf að finna leið til þess að gæta öryggi borgaranna á stórum viðburðum og á móti gæta þess að skyggja ekki á hátíðarhöldin. Undanfarið hefur lögreglan vakið athygli skipuleggjenda viðburða af þessari ógn sem vofir yfir. „Við erum að endurskoða okkar áætlanir og okkar viðbrögð,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að skoða þurfi frekar hvernig, til dæmis miðborginni sé lokað fyrir umferð ökutækja þegar stórir viðburðir eru haldnir. „Það er kannski hægt að breyta efniviðunum í lokunum. Kannski setja fastari lokanir heldur en hefur verið og þeir möguleikar verða að sjálfsögðu skoðaðir,“ segir Ásgeir.Er Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í stakk búin til þess að takast á við ef það verður svona atburður hér á landi eins og gerðist í Bretlandi um helgina?„Það verður alltaf erfitt að takast á við svona atburð. Það verður ekkert lögreglulið tilbúið til þess að takast á við svona atburð. Þetta snýst um það að viðbragðið sé sem best og fljótast, segir Ásgeir.
Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira